Á fundi Skipulagsnefndar Mosfellsbæjar þann 28. febrúar sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hamrabrekkna 21, L124668.
Um er að ræða leyfi til að byggja 130 m² frístundahús á einni hæð, á norðanverðri lóð Hamrabrekkna 21.
Í þessu tilviki er um að ræða umsókn um byggingarleyfi á svæði þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 16. apríl 2025.
Umsögnum skal skilað skriflega í gegnum gátt Skipulagsstofnunnar, mál nr. 349/2025.