Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa Mosfellsbæjar þann 28. júlí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 1. og 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, umsókn eigenda Hjarðarlands 1, Mosfellsbæ.
Um er að ræða leyfi fyrir viðbyggingu, útlitsbreytingu og aukningu á heildarfermetrum húss. Einnig er um að ræða lóðafrágang með stöllun lóðar við suðaustur gafl hússins, þar verða útlitsbreytingar vegna nýrra glugga. Nýr gluggi bætist einnig við á geymslu neðri hæðar/kjallara bílskúrs og er það rými skráð brúttó 43,1 m². Viðbygging/sólskáli, á neðri hæð, undir svölum íbúðarhúss, er brúttó 13,4 m². Heildarstærð húss verður 365,2 m², nýtingarhlutfall lóðar 0,4.
Í þessu tilviki er um að ræða umsókn um byggingarleyfi í þegar byggðu hverfi þar sem deiliskipulag liggur ekki fyrir. Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 31. ágúst 2023.