Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 14. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Leirvogstungu sem samþykkt var 28.06.2006 m .s. br.
Á fundi Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar þann 14. maí sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. mgr. 43. gr. og 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarbyggðar í Leirvogstungu sem samþykkt var 28.06.2006 m .s. br.
Breytingin felur í sér að samþykkja hraðatakmarkandi aðgerðir á gatnamótum Vogatungu og Laxatungu. Gert er ráð fyrir að gatnamótin verði upphækkuð og að lýsing verði bætt. Samkvæmt tillögum umferðarráðgjafa verður settur upp umferðarspegill á gatnamótunum. Meðfylgjandi er tillöguuppdráttur sem sýnir framangreindar breytingar.
Í þessu tilviki er um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Hér með er gefinn kostur á að koma athugasemdum eða ábendingum á framfæri vegna þeirra framkvæmda sem sótt hefur verið um. Athugasemdir skulu vera skriflegar, ásamt helstu upplýsingum um sendanda, og merktar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Einnig má senda athugasemdir í tölvupósti á skipulag@mos.is.
Frestur til að skila inn athugasemdum/ábendingum er til og með 23. júní nk.