Í kjölfar mikilla rigninga síðustu daga hefur göngustígur meðfram Varmá ofan Dælustöðvarvegar rofnað þannig að stígurinn er ekki lengur fær.
Varmá hefur rofið skarð í göngustíginn á fleiri en einum stað, brotið úr bakkanum, og ekki er mögulegt að komast eftir stígnum milli Dælustöðvarvegar og Bjargsvegar. Fólki er því ráðlagt frá því að nota umræddan göngustíg þar til lagfæringar hafa farið fram og nýta sér aðrar gönguleiðir á meðan. Settar hafa verið upp keilur til viðvörunar enda stígurinn ófær á þessum kafla og umferð varasöm. Ráðist verður í lagfæringar eins fljótt og auðið er.
Tengt efni
Gatna- og stígahreinsun í Mosfellsbæ 15. - 24. apríl 2024
Nú stendur til að þvo og sópa gangstéttir og götur bæjarins.
Mosfellsbær verður grænni og sjálfbærari
Umhverfissvið Mosfellsbæjar vinnur að umbreytingu tækja- og bílaflotans með það að markmiði að notast við umhverfisvæna orkugjafa sem samræmast umhverfisstefnu bæjarins.
Unnið að bættu aðgengi allra í Mosfellsbæ
Nú stendur yfir vinna við að kortleggja hvar í gatna- og stígakerfi bæjarins sé einkum þörf á úrbótum á aðgengi.