Kvenna- og karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar tóku þátt í Íslandsmóti Gólfklúbba um síðastliðna helgi, liðin stóðu sig stórkostlega og urðu bæði Íslandsmeistarar.
Kvennasveitin spilaði í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja og lék til úrslita við Golfklúbb Reykjavíkur sem þær sigruðu.
Karlasveitin spilaði á Jaðri hjá Golfklúbbi Akureyrar og léku til úrslita við heimamenn í GA og réðust úrslitin á fyrstu holu í bráðabana.
Kjörnir fulltrúar og starfsfólk Mosfellsbæjar óska kvenna- og karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana.
Tengt efni
Mosfellingur tvöfaldur heimsmeistari
Benedikt Ólafsson 19 ára Mosfellingur var valinn úr stórum hópi Landsliðs Íslands í hestaíþróttum til að taka þátt í Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fór í Hollandi í sumar.
Borðtennisfélag Mosfellsbæjar kynnt á bæjarhátíð
Nýstofnað Borðtennisfélag Mosfellsbæjar stóð fyrir opnu húsi í gær þann 24. ágúst 2023 sem hluta af dagskrá bæjarhátíðarinnar Í túninu heima.
Borðtennis í íþróttasal Lágafellslaugar
Nú er hægt að spila borðtennis í íþróttasal Lágafellslaugar.