Kvenna- og karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar tóku þátt í Íslandsmóti Gólfklúbba um síðastliðna helgi, liðin stóðu sig stórkostlega og urðu bæði Íslandsmeistarar.
Kvennasveitin spilaði í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja og lék til úrslita við Golfklúbb Reykjavíkur sem þær sigruðu.
Karlasveitin spilaði á Jaðri hjá Golfklúbbi Akureyrar og léku til úrslita við heimamenn í GA og réðust úrslitin á fyrstu holu í bráðabana.
Kjörnir fulltrúar og starfsfólk Mosfellsbæjar óska kvenna- og karlasveit Golfklúbbs Mosfellsbæjar innilega til hamingju með Íslandsmeistaratitlana.
Tengt efni
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Sjálfboðaliði ársins 2024
Íslandsmót í Cyclocross í Mosfellsbæ