Blakmótið Mosöld sem er öldungamót BLÍ í blaki og haldið var að Varmá síðastliðna helgi heppnaðist vel og var ánægja meðal þátttakenda með framkvæmd og umgjörð mótsins. Guðrún Kristín Einarsdóttir, formaður blakdeildar Aftureldingar sem allir þekkja sem Gunnu Stínu, hélt utan um alla þræði ásamt sínu fólki með glæsibrag.
Rúmlega 1.200 þátttakendur frá um 150 liðum tóku þátt og ekki hægt að segja annað en að Aftureldingu hafi gengið vel þar sem öll kvennalið félagsins fóru upp um deild á mótinu.
Mótið verður að ári í Kópavogi undir stjórn HK.