Gildin okkar sem starfsfólk og íbúar Mosfellsbæjar mótuðu og gerðu að sínum árið 2007 hafa oft komið að góðum notum tengt verkefnum og þegar reynir virkilega á.
Við stöndum öll saman í stormi núna og þá er hollt að rifja upp gildi bæjarins okkar og tengja þau heimsfaraldrinum.
Virðing
Sýnum hvert öðru virðingu með því að vera skilningsrík, tillitsöm og kurteis. Sýnum hvert öðru virðingu með því að bera grímu þar sem grímuskylda er til staðar eða þess er óskað. Þannig verjum við aðra og okkur sjálf gegn veirunni.
Jákvæðni
Reynum að finna það jákvæða í stöðunni. Finnum leiðir til að gleðja okkur sjálf og aðra með t.d. brosi og stuttri kveðju til þeirra sem við mætum á göngu, bendum á það jákvæða í samtölum og samskiptum okkar og munum að allir eru að gera sitt besta.
Framsækni
Finnum nýjar leiðir til að leysa hlutina í þeim takmörkunum sem gilda og förum framsæknar leiðir t.d. með því að nýta til fullnustu rafrænar leiðir í samskiptum og viðskiptum og nálgast viðfangsefni daglegs lífs með breyttu verklagi.
Umhyggja
Sýnum öðrum og okkur sjálfum umhyggju og sýnum því skilning að við erum öll í nýju óþekktu umhverfi. Við verðum að treysta því að allir séu að gera sitt besta. Heyrum reglulega í samstarfsfélögum, nágrönnum og ættingjum, hlustum og aðstoðum aðra eftir getu og þörfum
Við sýnum umhyggju með því að þvo okkur um hendur eða spritta áður en við förum inn í ný rými og verjum þannig aðra og okkur sjálf.
Tengt efni
Covid-19 rýni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
COVID-19 faraldrinum er ekki lokið en, þó lítið sé um stórar aðgerðir hér á Íslandi.
Staða Covid-19 faraldurs 10. mars 2022
Gríðarlega mikil útbreiðsla Covid-19.
Covid-19: Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum