Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. nóvember 2020

Gild­in okk­ar sem starfs­fólk og íbú­ar Mos­fells­bæj­ar mót­uðu og gerðu að sín­um árið 2007 hafa oft kom­ið að góð­um not­um tengt verk­efn­um og þeg­ar reyn­ir virki­lega á.

Við stönd­um öll sam­an í stormi núna og þá er hollt að rifja upp gildi bæj­ar­ins okk­ar og tengja þau heims­far­aldr­in­um.

Virð­ing

Sýn­um hvert öðru virð­ingu með því að vera skiln­ings­rík, til­lit­söm og kurteis. Sýn­um hvert öðru virð­ingu með því að bera grímu þar sem grímu­skylda er til stað­ar eða þess er óskað. Þann­ig verj­um við aðra og okk­ur sjálf gegn veirunni.

Já­kvæðni

Reyn­um að finna það já­kvæða í stöð­unni. Finn­um leið­ir til að gleðja okk­ur sjálf og aðra með t.d. brosi og stuttri kveðju til þeirra sem við mæt­um á göngu, bend­um á það já­kvæða í sam­töl­um og sam­skipt­um okk­ar og mun­um að all­ir eru að gera sitt besta.

Fram­sækni

Finn­um nýj­ar leið­ir til að leysa hlut­ina í þeim tak­mörk­un­um sem gilda og för­um fram­sækn­ar leið­ir t.d. með því að nýta til fulln­ustu ra­f­ræn­ar leið­ir í sam­skipt­um og við­skipt­um og nálg­ast við­fangs­efni dag­legs lífs með breyttu verklagi.

Um­hyggja

Sýn­um öðr­um og okk­ur sjálf­um um­hyggju og sýn­um því skiln­ing að við erum öll í nýju óþekktu um­hverfi. Við verð­um að treysta því að all­ir séu að gera sitt besta. Heyr­um reglu­lega í sam­starfs­fé­lög­um, ná­grönn­um og ætt­ingj­um, hlust­um og að­stoð­um aðra eft­ir getu og þörf­um

Við sýn­um um­hyggju með því að þvo okk­ur um hend­ur eða spritta áður en við för­um inn í ný rými og verj­um þann­ig aðra og okk­ur sjálf.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00