Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. janúar 2023

Þar sem veð­ur­spá Veð­ur­stof­unn­ar ger­ir ráð fyr­ir mik­illi rign­ingu á morg­un, föstu­dag­inn 20. janú­ar, hvet­ur Mos­fells­bær íbúa til að huga vel að frá­rennslis­lögn­um og nið­ur­föll­um við hús sín og hreinsa snjó og klaka til að fyr­ir­byggja mögu­legt vatns­tjón.

Starfs­fólk bæj­ar­ins og verk­tak­ar hafa unn­ið að því síð­ustu daga að hreinsa frá nið­ur­föll­um í göt­um og  munu salta og sanda göt­ur og stíga.

Mik­il­vægt er að bæj­ar­bú­ar séu með­vit­að­ir um þá hættu sem skap­ast get­ur við að­stæð­ur sem þess­ar og bregð­ist við henni með því að moka frá nið­ur­föll­um og fylg­ist með vatni í kring­um sín heim­ili.

Hús­eig­end­um er bent á að hreinsa snjó­hengj­ur og grýlu­kerti af hús­þök­um. Við erf­ið­ar veð­ur­að­stæð­ur get­ur fólki staf­að hætta af þeg­ar snjór og ís fell­ur nið­ur. Við slík­ar að­stæðu get­ur einnig orð­ið um­tals­vert eigna­tjón.

Hjá Þjón­ustustöð (áhalda­húsi) bæj­ar­ins, Völu­teigi 15, geta íbú­ar feng­ið salt og sand til að bera á plön og stétt­ar við heima­hús, hins­veg­ar er mælt með að nota frek­ar sand mið­að við þær að­stæð­ur sem munu lík­leg­ast skap­ast. Sand­ur er í gul­um kist­um ásamt skófl­um við þjón­ustu­stöð­ina en íbú­ar þurfa að at­huga að hafa með sér ílát.

Í neyð­ar­til­vik­um eru íbú­ar hvatt­ir til þess að hringja í 112 sem met­ur að­stæð­ur og kall­ar til við­bragðs­að­ila ef hætta skap­ast fyr­ir fólk og eign­ir.

At­hug­ið að hægt er að sjá stað­setn­ingu nið­ur­falla á korta­vef Mos­fells­bæj­ar. Í val­mynd­inni hægra meg­in er smellt á Veit­ur > Frá­veita > Nið­ur­föll.

Tengt efni