Mosfellsbær hefur auglýst tillögu að deiliskipulagsbreytingu, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, í samræmi við samþykktir bæjarstjórnar.
Breytingin felur í sér nýja lögun og notkun eyju eða torgs austanlega í Helgafellshverfi, milli Gerplustrætis 25-29 og 16-20. Svæðið er skilgreint sem „torg 2“ í gildandi deiliskipulagi. Lögun torgsins er breytt til þess að bæta aðgengi stórra bíla um svæðið. Nýr göngustígur skilgreindur þvert fyrir svæðið og þveranir bættar. Tvær hraðahindranir settar í Gerplustræti ásamt 20 nýjum bílastæðum við torgið sem nýtast bæði íbúum og gestum. Yfirborðsfrágangur skilgreindur sem grænn og dvalarsvæði staðsett vestast á torginu.
Uppdrættir eru aðgengilegir öllum á vef sveitarfélagsins, mos.is/skipulagsauglysingar, en einnig á Upplýsingatorgi Mosfellsbæjar, Þverholti 2. Auglýsing birtist í bæjarblaðinu Mosfellingi.
Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingar, aðrir teljast samþykkir tillögunni. Ábendingar skulu vera skriflegar og sendar skipulagsnefnd Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða með tölvupósti á skipulag[hja]mos.is.
Athugasemdafrestur er frá 19. nóvember 2020 til 3. janúar 2021.
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar
Kristinn Pálsson