Gámur fyrir flugeldarusl verður staðsettur við þjónustustöð Mosfellsbæjar, Völuteigi 15, dagana 1. og 2. janúar 2025.
Brunnar skottertur og flugelda má ekki setja í bláu endurvinnslutunnunar. Í notuðum flugeldum getur orðið eftir talsvert magn af púðri og öðrum óæskilegum efnum sem ekki mega fara í pappírsendurvinnslu, en slíkan úrgang ber að setja í gáminn við þjónustustöð eða skila beint á endurvinnslustöðvar Sorpu.
Íbúar eru hvattir til að hreinsa upp notaða flugelda eins fljótt og kostur er.