Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. janúar 2025

Vinna hófst við gerð nýrr­ar Gæða­hand­bók­ar vegna innra eft­ir­lits í mötu­neyt­um leik- og grunn­skóla í Mos­fells­bæ í ág­úst 2024. Sam­ið var við fyr­ir­tæk­ið Sýni um að halda utan um verk­efn­ið og veita ráð­gjöf. Stofn­að­ur var stýri­hóp­ur en í hon­um áttu sæti sér­fræð­ing­ar Sýn­is, full­trú­ar fræðslu- og frí­stunda­sviðs, full­trú­ar mat­reiðslu­fólks og full­trúi skóla­stjórn­enda.

Gæða­hand­bókin lýs­ir gæða­kerf­inu sem Mos­fells­bær not­ar við fram­leiðslu og fram­reiðslu mat­ar í öll­um leik- og grunn­skól­um sveit­ar­fé­lags­ins. Þar er fjallað um hvern­ig gæða­kerf­ið er notað í skól­un­um, því hald­ið við og það end­ur­skoð­að reglu­lega. Tekin er fyr­ir ábyrgð­ar­skipt­ing, skyld­ur starfs­fólks og hlut­verk þeirra í gæða­kerf­inu. Eld­hús skóla­mötu­neyt­anna hafa inn­leitt virkt eft­ir­lit til að tryggja sem best ör­yggi nem­enda og starfs­fólks sem borða í mötu­neyt­un­um. Þau þurfa m.a. að tryggja að vör­ur séu í lagi við mót­töku, að fylgst sé með hita­stigi í við­kvæmri mat­vöru, að þrifa­áætlun sé fylgt og að um­gengn­is­regl­ur séu virt­ar. Í gæða­hand­bók­inni eru einn­ig upp­lýs­ing­ar um þær kröf­ur sem mötu­neyt­in eiga að gera til starf­sem­inn­ar og til sinna birgja.

Hvert eld­hús fékk heim­sókn frá ráð­gjöf­um Sýn­is þar sem far­ið var yfir helstu þætti á hverj­um stað fyr­ir sig. Mik­il ánægja var með þessa milli­liða­lausu ráð­gjöf og ábend­ing­ar.

Gæða­hand­bókin verð­ur til­bú­in um miðj­an fe­brú­ar þeg­ar ábend­ing­ar hafa borist frá öll­um leik- og grunn­skól­un­um Mos­fells­bæj­ar og Heil­brigðis­eft­ir­liti Garða­bæj­ar, Hafn­ar­fjarð­ar, Kópa­vogs, Mos­fells­bæj­ar og Seltjarn­ar­ness.

Þá tek­ur við ný og end­ur­skoð­uð fræðslu­áætlun sem unn­in er á fræðslu- og frí­stunda­sviði með mannauðs­ráð­gjafa. Fyrsta nám­skeið­ið á ár­inu 2025 hef­ur nú þeg­ar ver­ið aug­lýst en það fjall­ar um með­höndl­un á mat­væl­um í mötu­neyt­um í grunn- og leik­skól­um. Mik­ill áhugi er á nám­skeið­inu hjá okk­ar góða starfs­fólki og mörg hafa skráð sig.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00