Í dag var Leirvogstunguleikskóli fyrsti leikskólinn sem fékk vottun sem LAL leikskóli.
Leirvogstunguskóli hefur, undanfarin ár, tekið þátt í að þróa LAL kennsluaðferðina með góðum árangri og með vottuninni verður Leirvogstunguskóli móðurskóli í LAL.
LAL stendur fyrir Leikur að læra og er íslensk kennsluaðferð þar sem börnum á aldrinum tveggja til tíu ára eru kennd bókleg fög í gegnum leiki, hreyfingu og skynjun á markvissan, faglegan og árangursríkan hátt.