Starfsfólk garðyrkju vinnur að því þessa dagana að koma niður endurnýttum trjádrumbum með áföstum smáfuglahúsum á nokkrum leikvöllum bæjarins.
Markmiðið með þessu er að fá íbúa til að setja fóður fyrir fuglana í húsin þegar veturinn er orðinn harður. Húsin verða sett upp á eftirfarandi leikvöllum:
- Furubyggð
- Hagaland
- Ástu Sólliljugata
- Laxatunga 80-100
- Víkingavöllur – Leirvogstungu
- Víðiteigur
- Arnartangi
- Barr- og Bergholt
- Hulduhlíð
- Spóahöfði
Tengt efni
Haustblómin mætt
Viðhald á gönguleiðum í sumar
Opið fyrir umsóknir um matjurtagarða sumarið 2024
Opið er fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ.