Ungmennafélag Íslands mun í samvinnu við Ungmennafélagið Aftureldingu starfrækja frjálsíþróttaskóla í Mosfellsbæ dagana 19. til 23. júlí.
Þetta verður þriðja sumarið í röð sem skólinn starfar og hefur aðsóknin að honum vaxið jafnt og þétt frá upphafi. Skólinn verður á átta stöðum víðs vegar um landið í sumar. Litið er á skólann sem góðan undirbúning fyrir þátttöku á unglingalandsmóti UMFÍ.
Frjálsíþróttaskólinn er spennandi tækifæri fyrir ungmenni sem vilja reyna sig eða efla í frjálsum íþróttum. Auk íþróttaæfinga verða kvöldvökur, gönguferðir og ýmsar óvæntar uppákomur.
Nánari upplýsingar má finna á vef UMFÍ og í síma 540-2900.