Síðastliðna nótt lagði af stað glæsilegur hópur frá Aftureldingu til Gautaborgar til að taka þátt í einum stærsta frjálsíþróttaviðburði sem börnum og ungmennum er boðið til.
Hópurinn samanstendur af 12 keppendum, einum fararstjóra og einum þjálfara.
Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn sem fór sl. nótt ásamt Hlyn þjálfara og Elínborgu fararstjóra en á myndina vantar tvo iðkendur sem lagðir voru af stað á undan.
Góða ferð og gangi ykkur vel Svíþjóðarfarar!
Tengt efni
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Helgafellsskóla 27. mars 2025
Stóra upplestrarkeppnin fer fram 27. mars 2025
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.