Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. október 2020

Meist­ara­flokk­ar, af­reks­hóp­ar og af­reks­fólk í ein­stak­lings­grein­um get­ur haf­ið æf­ing­ar.

Ákveð­ið var á fundi í dag með full­trú­um allra íþrótta- og tóm­stunda­mála­sviða sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og starfs­fólki al­manna­varna­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, að meist­ara­flokk­ar og af­reks­hóp­ar sem og af­reks­fólk í ein­stak­lings­grein­um geti haf­ið æf­ing­ar í íþrótta­mann­virkj­um á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna og fé­lag­anna.

Þetta er af­markað með þeim skil­yrð­um sem reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra frá 19. októ­ber seg­ir til um vegna íþrótt­a­starf­semi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar seg­ir að íþrótt­a­starf­semi sem krefst snert­ing­ar eða hætta er á snert­ingu milli fólks eða starf­sem­in krefst mik­ill­ar ná­lægð­ar eða þar sem notk­un á sam­eig­in­leg­um bún­aði get­ur haft smit­hættu í för með sér óheim­il. Íþrótta­menn sem með þessu fá leyfi til æf­inga gæti því vel að fjar­lægð­ar­mörk­um sem eru 2 metr­ar og gæti einn­ig að al­menn­um per­sónu­bundn­um sótt­vörn­um.

Hvert sveit­ar­fé­lag ákveð­ur hvenær starf get­ur haf­ist þar sem und­ir­búa þarf opn­un í sam­starfi við starfs­fólk mann­virkj­anna og í sam­ræmi við strang­ar sótt­varn­a­regl­ur ÍSÍ, sér­sam­band­anna, reglu­gerð­ir heil­brigð­is­ráð­herra og fyr­ir­mæli sótt­varna­lækn­is.

Íþrótt­ast­arf barna fædd 2005 og síð­ar hefst ekki að svo stöddu og­verð­ur það met­ið í næstu viku í sam­starfi við ÍSÍ og sótt­varna­yf­ir­völd. Nauð­syn­legt er að vernda skóla­starf­ið og forð­ast blönd­um barna úr ólík­um hóp­um sem eru til stað­ar í skól­un­um til að fækka þeim sem þurfa að fara í sótt­kví ef upp koma smit. Ákveð­in áhætta er fólg­in í því ef þessi hóp­ar blandast í íþrótt­astarfi.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00