Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. október 2020

Íþrótta- og tóm­stund­ast­arf og sund­kennsla barna verð­ur heim­il á næstu dög­um.

Sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í sam­vinnu við ÍSÍ og al­manna­varna­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafa tek­ið þá ákvörð­un um að heim­ila börn­um fædd 2004 og eldri að hefja æf­ing­ar í þrótta­mann­virkj­um á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna og fé­lag­anna frá og með 26. októ­ber n.k. Íþrótta- og tóm­stund­ast­arf og sund­kennsla barna fædd 2005 og síð­ar mun hefjast 3. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Þann 8. októ­ber sl. tóku sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá ákvörð­un að öll íþrótta­kennsla muni fara fram ut­an­dyra að teknu til­liti til ítr­ustu sótt­varna og að skóla­sund félli nið­ur. Var þetta gert eft­ir ít­ar­lega yf­ir­ferð yfir stöð­una, í ljósi leið­bein­inga sótt­varn­ar­yf­ir­valda og í sam­ráði við al­manna­varn­ir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Til­gang­ur að­gerða var að vernda og við­halda skólastarfi og var lögð áhersla á að tak­marka blönd­un barna og ung­linga milli ólíkra leik- og grunn­skóla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Eitt smit í leik- og grunn­skól­um get­ur leitt til að stór­ir hóp­ar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í sótt­kví.

Stað­an var end­ur­met­in í gær á fundi með sviðs­stjór­um skóla- og frí­stunda­sviða sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og starfs­fólki al­manna­varna­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, að íþrótta­kennsla inn­an­dyra og sund­kennsla hefj­ist aft­ur 3. nóv­em­ber. Þann dag fell­ur úr gildi bráða­birgða ákvæði um höf­uð­borg­ar­svæð­ið í reglu­gerð nr. 1016 sem snýr að tak­mörk­un á skólastarfi vegna far­sótt­ar.

Íþrótta- og tóm­stund­ast­arf barna fædd 2005 og síð­ar utan skóla mun einn­ig hefjast 3. nóv­em­ber, en erfitt er að tryggja að ekki eigi sér stað um­fram blönd­un en sú sem er í skólastarfi. Í bráða­birgð­ar ákvæði í reglu­gerð­inni sem snýr að höf­uð­borg­ar­svæð­inu kem­ur fram að ekki er heim­ilt að blanda sam­an ólík­um hóp­um um­fram það sem er í gildi í skól­um. Blönd­un í íþrótt­um og tóm­stund­um barna og ung­menna er í flest­öll­um til­fell­um önn­ur en sú sem er í gildi í skól­um barn­anna.

Í dag var fund­ur með Al­manna­vörn­um höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, full­trúm sveit­ar­fé­lag­anna, ÍSÍ, sér­sam­bönd­um inn­an ÍSÍ og hér­aðs­sam­banda á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Nið­ur­staða fund­ar­ins var að börn fædd 2004 og eldri geti haf­ið æf­ing­ar í íþrótta­mann­virkj­um á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna og fé­lag­anna 26. októ­ber n.k. Þetta er af­markað með þeim skil­yrð­um sem reglu­gerð heil­brigð­is­ráð­herra frá 19. októ­ber seg­ir til um vegna íþrótt­a­starf­semi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þar seg­ir að íþrótt­a­starf­semi sem krefst snert­ing­ar eða hætta er á snert­ingu milli fólks eða starf­sem­in krefst mik­ill­ar ná­lægð­ar eða þar sem notk­un á sam­eig­in­leg­um bún­aði get­ur haft smit­hættu í för með sér er óheim­il. Íþrótta­fólk sem með þessu fá leyfi til æf­inga gæti því vel að fjar­lægð­ar­mörk­um sem eru 2 metr­ar og gæti einn­ig að al­menn­um per­sónu­bundn­um sótt­vörn­um.

Við telj­um að með því að stöðva íþrótta­kennslu inn­an­dyra og sund­kennslu í upp­hafi mán­að­ar hafi sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu gert allt sem hægt var til að koma í veg fyr­ir enn fleiri smit með­al skóla­barna og fækka þeim sem þurfa að fara í sótt­kví ef upp­koma smit í þeirra skóla. Það að þurfa að fara í sótt­kví er ekki létt­vægt og hvað þá sí­end­ur­tek­ið eins og dæmin sanna.

Þess­ar ákvarð­an­ir eru tekn­ar í ljósi þess að höf­uð­borg­ar­svæð­ið er á við­kvæm­um tíma í far­aldr­in­um og næstu dag­ar eru mik­il­vægt að fara var­lega sem aldrei fyrr til að við náum tök­um á þess­ari bylgju svo hægt verði aft­ur að draga úr sótt­varn­ar­ráð­stöf­un­um í stað þess að fram­lengja nú­ver­andi að­gerð­ir eða jafn­vel herða frek­ar á þeim ef við miss­um tökin.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00