Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. október 2020

Höf­uð­borg­ar­svæð­ið er á við­kvæm­um tíma í far­aldr­in­um.

Smit­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hef­ur far­ið fækk­andi síð­ustu daga. Næstu daga er mik­il­vægt að ná enn frek­ari tök­um á þess­ari bylgju svo hægt verði aft­ur að draga úr sótt­varn­ar­ráð­stöf­un­um í stað þess að herða frek­ar á þeim.

Sótt­varn­ar­yf­ir­völd og al­manna­varn­ir hafa hvatt alla og höf­uð­borg­ar­svæð­ið sér­stak­lega til að halda áfram að koma í veg fyr­ir hópa­mynd­un, nánd og blönd­un að­ila úr ólík­um átt­um næstu vik­ur. Mark­mið­ið er að draga úr dreif­ingu og vexti veirunn­ar og vinna gegn auknu álagi á heil­brigðis­kerf­ið.

Sam­fé­lag­ið á mik­ið und­ir því að það tak­ist að halda skólastarfi gang­andi. Því er lögð áhersla á að tak­marka blönd­un barna og ung­linga milli ólíkra leik- og grunn­skóla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Að öðr­um kosti get­ur eitt smit leitt til að óþarf­lega stór­ir hóp­ar eða fleiri en einn skóli þurfi að fara í ein­angr­un eða sótt­kví.

Eft­ir ít­ar­lega yf­ir­ferð yfir stöð­una og í ljósi leið­bein­inga sótt­varn­ar­yf­ir­valda og í sam­ráði við al­manna­varn­ir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafa skóla- og íþrótta­svið allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tek­ið þá ákvörð­un að öll íþrótta­kennsla muni fara fram ut­an­dyra að teknu til­liti til ítr­ustu sótt­varna og einn­ig mun skóla­sund falla nið­ur.

Öll íþrótta­mann­virki og sund­laug­ar á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna verða lok­uð. Söfn sem rekin eru á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna verða einn­ig lok­uð.

Þessi ákvörð­un verð­ur end­ur­skoð­uð að viku lið­inni, í takt við álit sótt­varna­lækn­is.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00