Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. október 2020

Sótt­varna­lækn­ir og al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hafa lagt áherslu á að stöðva íþrótt­ir og lík­ams­rækt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu næstu 2 vik­urn­ar til að koma í veg fyr­ir hópa­mynd­un, nánd og blönd­un að­ila úr ólík­um átt­um sem eyk­ur lík­ur á dreif­ingu smits og hugs­an­lega auknu álagi á heil­brigðis­kerf­ið.

Skóla- og íþrótta­svið allra sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa í sam­ráði við al­manna­varn­ir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins tek­ið þá ákvörð­un að stöðva allt íþrótt­ast­arf og kennslu sem fram fer inn­an­dyra á þeirra veg­um frá og með deg­in­um í dag til 19. októ­ber. Öll íþrótta­kennsla mun fara fram ut­an­dyra að teknu til­liti til ítr­ustu sótt­varna. Sund­laug­ar verða enn frem­ur lok­að­ar fyr­ir al­menn­ing og skóla­sund fell­ur nið­ur.

Með þess­um að­gerð­um er ver­ið að sýna sam­stöðu með að­gerð­um ÍSÍ varð­andi tak­mark­an­ir á íþrótta­haldi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ver­ið er að slá skjald­borg um börn, starfs­fólk grunn­skóla og skólast­arf. And­stæð­ing­ur­inn er veir­an og það er mik­il­vægt að íbú­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sýni sam­stöðu og leggi allt á vog­ar­skál­arn­ar til að fækka smit­um.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00