Í sumar verður ekki send út vikudagskrá enda engin sérstök námskeið í gangi nema gangan er auðvitað allt árið, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 11:00 frá Eirhömrum.
Vegna lokunar verður engin starfsemi í handavinnustofu 23. júlí – 7. ágúst.
Óskum eftir skarti
Við í félagsstarfinu óskum eftir gefins skarti ef einhver er að taka til. Skartið má vera alls konar í öllum stærðum, litum og gerðum. Tökum á móti skartinu í hvaða ástandi sem er kl. 13:00-16:00 virka daga. Ætlunin er að endurhanna og endurvinna skartið.
Basarhjálp
Okkar vantar alltaf fleiri sokka og vettlinga af öllum stærðum og gerðum til að selja á basarnum okkar sem verður haldinn í nóvember næstkomandi. Værum við afar þakklát ef þið sæjuð ykkur fært að prjóna eða hekla fyrir okkur. Allt garn getið þið fengið í handverksstofu ókeypis en að sjálfsögðu þiggjum við alla muni enda málefnið gott, því allur ágóður rennur óskiptur til þeirra sem minna mega sín í Mosfellsbæ.
Ganga, ganga, ganga
Minnum á að gangan okkar fer aldrei í frí og er alltaf gengið þriðjudaga, föstudaga og laugardaga allan ársins hring frá Eirhömrum kl 11:00. Öll velkomin!
Tengt efni
Opið hús fyrir eldri borgara Mosfellsbæjar
Gott að eldast í Mosfellsbæ
Heilsa og hugur fyrir 60+ byrjar 12. september 2022
Mánudaginn 12. september byrjar námskeiðið Heilsa og hugur fyrir íbúa Mosfellsbæjar sem eru 60 ára og eldri.