Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. apríl 2013

Stór­söng­kon­an Sig­ríð­ur Thorlacius og gít­ar­leik­ar­inn Guð­mund­ur Ósk­ar Guð­munds­son flytja frönsk sönglög hinna ýmsu höf­unda frá hinum ýmsu tím­um.

Lög eft­ir til að mynda Jacqu­es Brel, Joseph Kos­ma og Serge Gains­bourg. Lög sem þekkt­ust eru í flutn­ingi Ed­ith Piaf, Josephine Baker og Blossom De­arie með­al ann­arra. Sam­an bjóða Sig­ríð­ur og Guð­mund­ur áhorf­end­um upp í stutta ferð í gegn­um franska dæg­ur­laga­sögu síð­ast­liðn­ar ald­ar.

Sig­urð­ur Páls­son rit­höf­und­ur seg­ir frá dvöl sinni í Par­ís og les upp úr minn­ing­ar­bók. Einn­ig verða sýnd­ar ljós­mynd­ir frá ferð­um Diddú­ar og drengj­anna til smá­þorps­ins Barr í Frakklandi.

Þetta er ann­að kvöld­ið í þrennu sem boð­ið er upp á að þessu sinni á Menn­ing­ar­vori í Mos­fells­bæ. Í síð­ustu viku var ein­stak­lega vel heppn­að tékk­neskt kvöld þar sem var fullt hús eða um 250 manns.

Í næstu viku verð­ur ís­lenskri menn­ingu gerð skil á fæð­ing­ar­degi Hall­dórs Lax­ness þann 23. apríl.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00