Stórsöngkonan Sigríður Thorlacius og gítarleikarinn Guðmundur Óskar Guðmundsson flytja frönsk sönglög hinna ýmsu höfunda frá hinum ýmsu tímum.
Lög eftir til að mynda Jacques Brel, Joseph Kosma og Serge Gainsbourg. Lög sem þekktust eru í flutningi Edith Piaf, Josephine Baker og Blossom Dearie meðal annarra. Saman bjóða Sigríður og Guðmundur áhorfendum upp í stutta ferð í gegnum franska dægurlagasögu síðastliðnar aldar.
Sigurður Pálsson rithöfundur segir frá dvöl sinni í París og les upp úr minningarbók. Einnig verða sýndar ljósmyndir frá ferðum Diddúar og drengjanna til smáþorpsins Barr í Frakklandi.
Þetta er annað kvöldið í þrennu sem boðið er upp á að þessu sinni á Menningarvori í Mosfellsbæ. Í síðustu viku var einstaklega vel heppnað tékkneskt kvöld þar sem var fullt hús eða um 250 manns.
Í næstu viku verður íslenskri menningu gerð skil á fæðingardegi Halldórs Laxness þann 23. apríl.
Tengt efni
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Stafræn bókasafnskort í Mosfellsbæ
Lína Langsokkur mætti óvænt á sögustund
Það vakti mikla lukku í gær þegar Lína Langsokkur, Hr. Níels, Anna og Keli mættu óvænt á sögustund í Bókasafni Mosfellsbæjar.