Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. október 2016

Nú er ný­lok­ið end­ur­bót­um og ný­fram­kvæmd­um stíga í Hlíð­ar­túns­hverfi frá stofnstíg með­fram Vest­ur­lands­vegi og í átt að Grænu­mýri og Hamra­túni auk þess sem búið er að taka í notk­un nýja strætóbið­stöð við Hlíð­ar­túns­hverf­ið. Með þessu ásamt nýj­um und­ir­göng­um er búið að stór­bæta sam­göng­ur fyr­ir íbúa og skóla­börn í hverf­inu með trygg­ari leið að und­ir­göng­um und­ir Vest­ur­lands­veg­inn auk þess að kom­ið var fyr­ir lang­þráðri teng­ingu við stræt­is­vagna­leið­ir bæj­ar­fé­lags­ins, en leið 6 stopp­ar nú við Hlíð­ar­túns­hverf­ið.

Sam­hliða of­an­greind­um fram­kvæmd­um voru neyslu­vatns­lagn­ir á veg­um vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar end­ur­nýj­að­ar með því mark­miði að auka vatns­þrýst­ing til íbúa og að bæta þjón­ustust­ig.

Mos­fells­bær þakk­ar biðl­und og þol­in­mæði sem íbú­ar hafa sýnt á með­an fram­kvæmd­um stóð.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00