Innan skamms munu hefjast framkvæmdir við gatnagerð Hamraborg – Langitangi en Mosfellsbær hefur gengið til samninga við verktakafyrirtækið Jarðval sf. að loknu opnu útboðsferli.
Svæðið afmarkast af Bogatanga, Langatanga og Hamratanga. Aðkoma að svæðinu verður frá Langatanga. Verkið felst í almennri gatnagerð, uppúrtekt og fyllingu, lagningu holræsakerfis, vatnslagna, hitaveitulagna og rafstrengja ásamt uppsetningu lýsingar.
Á svæðinu verða 5 raðhús, 6 einbýlishús auk 2ja fjölbýlishúsa.
Áætlað er að framkvæmdir standi yfir fram í júlí 2023.
Beðist er velvirðingar á þeirri röskun sem þessar framkvæmdir kunni að valda og eru íbúar beðnir um að sýna framkvæmdaraðilum tillitssemi og þolinmæði.