Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á síð­asta ári að ráð­ast í bygg­ingu fjöl­nota íþrótta­húss.

Hús­ið verð­ur byggt á gervi­grasvell­in­um aust­an við íþrótta­hús­ið að Varmá. Nú eru þær fram­kvæmd­ir hafn­ar með til­heyr­andi raski fyr­ir íþrótta­ið­k­end­ur, að­stand­end­ur og aðra íbúa er leið eiga um þetta svæði.

Göngu­leið­ir fær­ast til

Vert að hafa í huga á með­an þessa fram­kvæmd­ir standa yfir að göngu­leið­ir breyt­ast á Varmár­svæð­inu. At­hafna­svæði er af­girt og læst sem er mik­ið ör­yggis­at­riði og því gott að brýna fyr­ir börn­um sín­um þær hætt­ur sem leyn­ast sam­hliða fram­kvæmd­um. All­ur óvið­kom­andi að­gang­ur er bann­að­ur um svæð­ið á með­an fram­kvæmd­um stend­ur.

Göngu­leið út á gervi­grasvöll frá íþróttamið­stöð færist nær Varmár­velli með­fram vall­argirð­ingu og inn um hlið­ar­inn­gang, einn­ig er að­koma að Æv­in­týragarði, Leir­vogstungu­hverfi og Helga­fells­hverfi í gegn­um gervi­grasvöll.

Að­koma verktaka frá reiðstíg

Að­koma verktaka verð­ur ein­göngu frá Tungu­vegi um reiðstíg út frá hesta­manna­fé­lag­inu Herði að bygg­ing­ar­svæði og er fólk beð­ið um að sýna að­gát.

Hesta­menn at­hug­ið:

Mos­fells­bær hef­ur í sam­ráði við Hesta­manna­fé­lag­ið Hörð ákveð­ið að gæta fyllsta ör­ygg­is í kring­um fram­kvæmd­ir við fjöl­nota­hús að Varmá og verð­ur um­rædd reið­leið því lok­uð á með­an á akstri verktaka stend­ur. Nán­ari upp­lýs­ing­ar verð­ur að finna á vef Harð­ar.

Fjöl­nota íþrótta­hús við Varmá

Stærð húss­ins verð­ur um 3.850 m² (74 x 52 m) auk and­dyr­is­bygg­ing­ar. Í hús­inu verð­ur knatt­spyrnu­völl­ur lagð­ur gervi­grasi og hlaupa­braut við hlið vall­ar­ins ásamt gang­braut um­hverf­is völl­inn.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00