Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti á síðasta ári að ráðast í byggingu fjölnota íþróttahúss.
Húsið verður byggt á gervigrasvellinum austan við íþróttahúsið að Varmá. Nú eru þær framkvæmdir hafnar með tilheyrandi raski fyrir íþróttaiðkendur, aðstandendur og aðra íbúa er leið eiga um þetta svæði.
Gönguleiðir færast til
Vert að hafa í huga á meðan þessa framkvæmdir standa yfir að gönguleiðir breytast á Varmársvæðinu. Athafnasvæði er afgirt og læst sem er mikið öryggisatriði og því gott að brýna fyrir börnum sínum þær hættur sem leynast samhliða framkvæmdum. Allur óviðkomandi aðgangur er bannaður um svæðið á meðan framkvæmdum stendur.
Gönguleið út á gervigrasvöll frá íþróttamiðstöð færist nær Varmárvelli meðfram vallargirðingu og inn um hliðarinngang, einnig er aðkoma að Ævintýragarði, Leirvogstunguhverfi og Helgafellshverfi í gegnum gervigrasvöll.
Aðkoma verktaka frá reiðstíg
Aðkoma verktaka verður eingöngu frá Tunguvegi um reiðstíg út frá hestamannafélaginu Herði að byggingarsvæði og er fólk beðið um að sýna aðgát.
Hestamenn athugið:
Mosfellsbær hefur í samráði við Hestamannafélagið Hörð ákveðið að gæta fyllsta öryggis í kringum framkvæmdir við fjölnotahús að Varmá og verður umrædd reiðleið því lokuð á meðan á akstri verktaka stendur. Nánari upplýsingar verður að finna á vef Harðar.
Fjölnota íþróttahús við Varmá
Stærð hússins verður um 3.850 m² (74 x 52 m) auk anddyrisbyggingar. Í húsinu verður knattspyrnuvöllur lagður gervigrasi og hlaupabraut við hlið vallarins ásamt gangbraut umhverfis völlinn.
Tengt efni
Íbúðir með hlutdeildarlánum í Mosfellsbæ
Í dag 12. september 2023 undirrituðu Mosfellsbær, Byggingafélagið Bakki og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun viljayfirlýsingu um byggingu íbúða sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán við Huldugötu 2-4 og 6-8 í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ.
Fyrsta skóflustungan tekin að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk
Malbikunarframkvæmdir á Vesturlandsvegi 22. ágúst 2023
Þriðjudaginn 22. ágúst, frá kl. 09:00 til 16:00, er ráðgert að malbika Vesturlandsveg, það er fjóra kafla næst hringtorgum við Langatanga og Reykjaveg.