Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 5. maí kl. 17:00.
Fundurinn verður haldinn í hliðarsal við Bókasafn Mosfellsbæjar í Kjarna.
Á fundinum mun Björn Traustason sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum hjá Rannsóknarstöð skógræktar að Mógilsá halda erindi um endurkortlagningu náttúrulegs birkis á Íslandi þar sem farið verður yfir þær breytingar sem hafa orðið á útbreiðslu birkis síðustu áratugi.
Auk þess munu Bjarni Ásgeirsson garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar, Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar og Guðrún Birna Sigmarsdóttir nýr verkefnastjóri í garðryrkjudeild ræða stuttlega um þau verkefni sem eru í gangi í Mosfellsbæ og svara fyrirspurnum um gróður og garðyrkju í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Menning í mars í Kjarna laugardaginn 22. mars 2025
Blómlegir tímar í Kósí Kjarna
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.