Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær efna til fræðslufundar um skógræktarmál þriðjudaginn 5. maí kl. 17:00.
Fundurinn verður haldinn í hliðarsal við Bókasafn Mosfellsbæjar í Kjarna.
Á fundinum mun Björn Traustason sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum hjá Rannsóknarstöð skógræktar að Mógilsá halda erindi um endurkortlagningu náttúrulegs birkis á Íslandi þar sem farið verður yfir þær breytingar sem hafa orðið á útbreiðslu birkis síðustu áratugi.
Auk þess munu Bjarni Ásgeirsson garðyrkjustjóri Mosfellsbæjar, Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar og Guðrún Birna Sigmarsdóttir nýr verkefnastjóri í garðryrkjudeild ræða stuttlega um þau verkefni sem eru í gangi í Mosfellsbæ og svara fyrirspurnum um gróður og garðyrkju í Mosfellsbæ.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos