Miðvikudaginn 3. maí efna Skógræktarfélag Mosfellsbæjar og Mosfellsbær til fræðslufundar um skógræktarmál.
Fundurinn verður haldinn í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna kl. 17:00 og eru öll velkomin.
Á fundinum mun Bjarki Þór Kjartansson sérfræðingur hjá Rannsóknastöð skógræktar að Mógilsá halda erindi um veðurfar framtíðar og hvernig skógrækt spilar inn í loftlagsmál í Mosfellsbæ og á Íslandi, undir yfirskriftinni Loftslagsbreytingar og skógrækt í Mosfellbæ.
Starfsfólk Mosfellsbæjar verða einnig á staðnum og svara spurningum um þau grænu verkefni sem eru í gangi í bænum.
Öll áhugasöm eru boðin hjartanlega velkomin.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos