Í síðustu viku fengu nemendur í 5. bekk Varmárskóla fræðslu um stjórnsýsluna og þjónustu Mosfellsbæjar þegar þau komu í heimsókn á bæjarskrifstofur. Heimsóknin var lokaverkefni í síðasta tíma útikennslu þar sem þau lærðu um sveitarfélagið sitt og hvernig það hefur þróast. Áherslan í kynningunni var á starfsemi og þjónustu sem snýr að börnum og voru margar skemmtilegar spurningar sem vöknuðu og mikill áhugi fyrir efninu.
Bekkirnir voru fjórir sem komu í heimsókn þetta árið sem er það þriðja sem fræðslan fer fram. Leiðbeinandi útikennslu í Varmárskóla er Dagbjört Brynjarsdóttir skáti með meiru og voru hóparnir efnilegir og áhugasamir krakkar sem voru skólanum sínum til sóma.