Í síðustu viku fengu nemendur í 5. bekk Varmárskóla fræðslu um stjórnsýsluna og þjónustu Mosfellsbæjar þegar þau komu í heimsókn á bæjarskrifstofur. Heimsóknin var lokaverkefni í síðasta tíma útikennslu þar sem þau lærðu um sveitarfélagið sitt og hvernig það hefur þróast. Áherslan í kynningunni var á starfsemi og þjónustu sem snýr að börnum og voru margar skemmtilegar spurningar sem vöknuðu og mikill áhugi fyrir efninu.
Bekkirnir voru fjórir sem komu í heimsókn þetta árið sem er það þriðja sem fræðslan fer fram. Leiðbeinandi útikennslu í Varmárskóla er Dagbjört Brynjarsdóttir skáti með meiru og voru hóparnir efnilegir og áhugasamir krakkar sem voru skólanum sínum til sóma.
Tengt efni
Aukin vetraropnun kaffistofu Samhjálpar
Neyðarkallinn til styrktar björgunarsveitinni Kyndli
Mosfellsbær styrkir Björgunarsveitina Kyndil með því að kaupa Neyðarkallinn 2024.
Bókun samtala hjá velferðarsviði