Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Í síð­ustu viku fengu nem­end­ur í 5. bekk Varmár­skóla fræðslu um stjórn­sýsl­una og þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar þeg­ar þau komu í heim­sókn á bæj­ar­skrif­stof­ur. Heim­sókn­in var loka­verk­efni í síð­asta tíma úti­kennslu þar sem þau lærðu um sveit­ar­fé­lag­ið sitt og hvern­ig það hef­ur þró­ast. Áhersl­an í kynn­ing­unni var á starf­semi og þjón­ustu sem snýr að börn­um og voru marg­ar skemmti­leg­ar spurn­ing­ar sem vökn­uðu og mik­ill áhugi fyr­ir efn­inu.

Bekk­irn­ir voru fjór­ir sem komu í heim­sókn þetta árið sem er það þriðja sem fræðsl­an fer fram. Leið­bein­andi úti­kennslu í Varmár­skóla er Dag­björt Brynj­ars­dótt­ir skáti með meiru og voru hóp­arn­ir efni­leg­ir og áhuga­sam­ir krakk­ar sem voru skól­an­um sín­um til sóma.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00