Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. febrúar 2017

Fé­lags­mála­stjór­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu utan Reykja­vík­ur (í Kópa­vogi, Hafnar­firði, Garða­bæ og Mos­fells­bæ) mynd­uðu sam­ráðs­hóp um þjón­ustu við fatlað fólk þeg­ar mála­flokk­ur­inn var færð­ur til sveit­ar­fé­lag­anna í árs­byrj­un 2011. Hef­ur hann kom­ið sam­an reglu­lega síð­an. Með­al við­fangs­efna hef­ur ver­ið eft­ir­lit með þjón­ust­unni eins og kveð­ið er á um í lög­um að sveit­ar­fé­lög­in skuli sinna, svo­nefnt innra eft­ir­lit.

Að gefnu því til­efni sem um­ræð­ur um skýrslu um Kópa­vogs­hæl­ið hafa skap­að und­an­far­ið þyk­ir sam­ráðs­hópn­um rétt að gera stutt­lega grein fyr­ir hvern­ig þessu eft­ir­liti er háttað. Fram­an af – og reynd­ar enn – höfðu sveit­ar­fé­lög­in eft­ir­lit með þjón­ust­unni með ýmsu móti, en 2013 var kall­að­ur sam­an hóp­ur fag­fólks sem fal­ið var að leita leiða til að efla eft­ir­lit­ið með reglu­bundn­um og sam­ræmd­um hætti. Hóp­ur­inn setti sam­an gæða­matslista í þessu skyni sem tek­ur mið af lög­um og reglu­gerð­um um mála­flokk­inn, svo og samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um mál­efni fatl­aðs fólks. Sveit­ar­fé­lög­in réðu í kjöl­far­ið sam­eig­in­leg­an starfs­mann, reynd­an þroska­þjálfa, til að ann­ast eft­ir­lit­ið.

Út­tekt­ir byggð­ar á skil­greind­um gæða­vís­um

Starfs­mað­ur­inn hef­ur all­ar göt­ur síð­an gert út­tekt­ir jafnt á heim­il­um fatl­aðs fólks, skamm­tíma­vist­un­um, vernd­uð­um vinnu­stöð­um sem hæf­ing­ar­stöðv­um. Út­tekt­irn­ar byggja á þeim gæða­vís­um sem mynd­að­ir voru og felast í bæði boð­uð­um og óboð­uð­um heim­sókn­um á við­kom­andi staði, við­töl­um við for­stöðu­menn og aðra starfs­menn og eft­ir at­vik­um þá sem þjón­ust­unn­arnjóta. Einn­ig svara starfs­menn nafn­lausri spurn­inga­könn­un um starf­sem­ina. Nið­ur­stöð­ur út­tekt­anna nýt­ast til að rýna hina marg­vís­legu þætti þjón­ust­unn­ar, benda á hvað bet­ur mætti fara og setja fram að­gerðaráætlan­ir um úr­bæt­ur. Lögð er áhersla á að eft­ir­lit­ið sé ekki ein­ung­is til að­halds held­ur einn­ig til að veita stjórn­end­um og öðru starfs­fólki fag­leg­an stuðn­ing og leið­sögn. Í bíg­erð er að efla þetta innra eft­ir­lit með auknu stöðu­gildi, m.a. vegna þess að heim­il­um fatl­aðs fólks hef­ur fjölgað á umliðn­um miss­er­um.

Fjöl­breytt fræðslu­st­arf

Því er við að bæta að sömu sveit­ar­fé­lög hafa allt frá 2011 hald­ið uppi marg­vís­legu fræðslu­starfi fyr­ir starfs­fólk sem vinn­ur að þjón­ustu við fatlað fólk inn­an vé­banda þeirra. Sam­eig­in­leg fræðslu­nefnd skipu­legg­ur nám­skeið í því skyni. Hald­in hafa ver­ið að jafn­aði 16 nám­skeið á ári sem sótt hafa 20-40 manns hverju sinni. Sem dæmi um við­fangs­efni nám­skeið­anna má nefna um­fjöllun um þá hug­mynda­fræði sem þjón­usta við fatlað fólk bygg­ir á, sem og um efni samn­ings Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks. Þá er a.m.k. einu sinni á ári fjallað um nauð­ung, leið­ir til að bera kennsl á hana og kom­ast hjá þving­andi að­gerð­um í þjón­ust­unni. Heils dags nám­skeið fyr­ir nýtt starfs­fólk eru hald­in að jafn­aði tvisvar á ári þar sem m.a. fatlað fólk seg­ir frá reynslu sinni og að­stæð­um. Skyndi­hjálp­ar­nám­skeið eru hald­in reglu­lega, ásamt marg­vís­legri ann­arri fræðslu sem ætlað er að auka og efla þekk­ingu starfs­fólks. Lit­ið er á þetta fræðslu­st­arf sem nauð­syn­leg­an og mik­il­væg­an þátt í for­vörn­um og gæðastarfi í mála­flokkn­um, ekki síst til að styðja og leið­beina ófag­lærðu fólki í starfi sínu.

– Sam­ráðs­hóp­ur fram­kvæmda­stjóra fé­lags­þjón­ustu í Kópa­vogi, Hafnar­firði, Garða­bæ og Mos­fells­bæ.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar veit­ir Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar í síma: 252-6700.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00