Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. apríl 2013

Þriðju­dag­inn 9. apríl sl. hófst Menn­ing­ar­vor Mos­fells­bæj­ar 2013 í Bóka­safn­inu.

Þetta er í fjórða skipti sem Menn­ing­ar­vor­ið er hald­ið.  Mik­ill fjöldi gesta sótti við­burð­inn, eða um 250 manns. Dag­skrá­in var til­einkuð tékk­neskri tónlist og bók­mennt­um. Arn­hild­ur Val­garðs­dótt­ir og Hjör­leif­ur Vals­son léku tékk­neska tónlist á flyg­il og fiðlu og gerðu það meist­ara­lega! Var þeim ákaft fagn­að. Hjör­leif­ur sagði sög­ur frá náms­ár­um sín­um í Prag og Erl­ing­ur Gíslason leik­ari las snilld­ar­lega úr bók­inni um Góða dát­ann Svejk við mik­inn fögn­uð áheyr­enda.

Í hléi var kynn­ing á tékk­nesk­um veig­um í boði inn­flytj­and­ans, Rolf Johan­sen, og gerðu gest­ir þeim góð skil.

Þetta er fyrsti við­burð­ur Menn­ing­ar­vors 2013. Næst­kom­andi þriðju­dag, 16. apríl, verð­ur dag­skrá­in með frönsku ívafi. Þriðju­dag­inn 23. apríl, sem er fæð­ing­ar­dag­ur Hall­dórs Lax­ness, verð­ur síð­asti við­burð­ur Menn­ing­ar­vors­ins og er þem­að ís­lenskt, m.a. verða sung­in lög við texta skálds­ins.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00