Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Þeir Levison Mnyenyembe og Precious Ka­punda verða með kynn­ingu á sér og verk­efn­inu Ascent Soccer Aca­demy í fé­lags­heim­il­inu Hlé­garði mið­viku­dag­inn 5. júní kl. 20:00.

Aft­ur­eld­ing og Ascent Soccer Aca­demy eru í sam­starfi og því bauð Aft­ur­eld­ing þess­um tveim­ur ungu knatt­spyrnu­mönn­um að dvelja eitt keppn­is­tíma­bil með lið­inu. Strák­arn­ir sem eru 17 og 18 ára eru hjá fóst­ur­fjöl­skyld­um í Mos­fells­bæ á með­an á dvöl þeirra stend­ur.

Mark­mið­ið með verk­efn­inu er með­al ann­ars að þeir kynn­ist knatt­spyrnu á norð­ur­lönd­um og að auka mögu­leika þeirra á því að kom­ast á at­vinnu­manna­samn­ing í fót­bolta síð­ar meir eða snúa að öðr­um kosti heim með þekk­ingu og reynslu sem nýt­ist þeim. Verk­efn­ið er fjár­magn­að með styrkj­um og hef­ur sveit­ar­fé­lag­ið Mos­fells­bær með­al ann­ars styrkt það.

Frítt er inn á kynn­ing­una í Hlé­garði en tek­ið verð­ur við frjáls­um fram­lög­um til verk­efn­is­ins þar sem það er ekki full fjár­magn­að.

Auk kynn­ing­ar­inn­ar er spil­að­ur góð­gerð­ar­fót­bolta­leik­ur þeim til heið­urs sunnu­dag­inn 2. júní kl. 14:00 þar sem stjörnu­l­ið Balla Hall­gríms spil­ar á móti Aft­ur­eld­ing “Hall of Fame”.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00