Þeir Levison Mnyenyembe og Precious Kapunda verða með kynningu á sér og verkefninu Ascent Soccer Academy í félagsheimilinu Hlégarði miðvikudaginn 5. júní kl. 20:00.
Afturelding og Ascent Soccer Academy eru í samstarfi og því bauð Afturelding þessum tveimur ungu knattspyrnumönnum að dvelja eitt keppnistímabil með liðinu. Strákarnir sem eru 17 og 18 ára eru hjá fósturfjölskyldum í Mosfellsbæ á meðan á dvöl þeirra stendur.
Markmiðið með verkefninu er meðal annars að þeir kynnist knattspyrnu á norðurlöndum og að auka möguleika þeirra á því að komast á atvinnumannasamning í fótbolta síðar meir eða snúa að öðrum kosti heim með þekkingu og reynslu sem nýtist þeim. Verkefnið er fjármagnað með styrkjum og hefur sveitarfélagið Mosfellsbær meðal annars styrkt það.
Frítt er inn á kynninguna í Hlégarði en tekið verður við frjálsum framlögum til verkefnisins þar sem það er ekki full fjármagnað.
Auk kynningarinnar er spilaður góðgerðarfótboltaleikur þeim til heiðurs sunnudaginn 2. júní kl. 14:00 þar sem stjörnulið Balla Hallgríms spilar á móti Afturelding “Hall of Fame”.
Tengt efni
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos
Tveimur farsælum samráðsfundum lokið