Bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykkti á fundi sínum þann 5. febrúar 2025 að tillaga að breyttu deiliskipulagi yrði kynnt og auglýst í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felur í sér stækkun byggingarreita til samræmis við ákvæði um nýtingarhlutfall deiliskipulagsins og úthlutun lóða. Einnig er lóð Fossatungu 33 stækkuð til austurs til samræmis við lóðamörk Fossatungu 30E-30F.
Gögn eru aðgengileg í Skipulagsgáttinni þar sem umsögnum er skilað inn rafrænt.
Umsagnafrestur er til og með 7. mars 2025.