Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. júní 2020

Al­manna­varn­ar­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (AHS) fund­aði síð­ast­lið­inn föstu­dag og fór yfir þær að­gerð­ir sem neyð­ar­stjórn­ir sveit­ar­fé­lag­anna stóðu fyr­ir á COVID-19 tím­an­um í vet­ur.

Full­trú­ar Mos­fells­bæj­ar á fund­in­um voru kjörn­ir full­trú­ar og neyð­ar­stjórn bæj­ar­ins. Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri sem jafn­framt er formað­ur al­manna­varna­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins setti fund­inn og rakti at­burða­rás­ina í stuttu máli. Dag­ur nýtti tæki­fær­ið til að hrósa starfs­fólki sveit­ar­fé­lag­anna fyr­ir vel unn­in störf, en mik­ið hef­ur mætt á þeirra starf­semi og hafa þau þurft á skömm­um tíma að um­turna starf­sem­inni, huga að þeim verk­efn­um sem eru sam­fé­lags­lega mik­il­væg og að órof­inni þjón­ustu. Dag­ur hrós­aði einn­ig þríeyk­inu fyr­ir þeirra fram­lag og fór sér­stak­lega yfir hversu já­kvætt það hafi ver­ið að þau ákváðu að hafa upp­lýs­ing­ar tíð­ar og allt ferl­ið gegn­sætt.

Þórólf­ur Guðnasson sótt­varn­ar­lækn­ir fór yfir þær áskor­an­ir sem við stóð­um frammi fyr­ir sem þjóð og þau verk­efni sem eru óleyst í dag eins og opn­un landa­mær­anna. Eng­in reynsla er um þá aflétt­ingu sem þarf að fara fram á landa­mær­um í heim­in­um í dag. Hann ít­rek­aði mik­il­vægi þess að við tryggð­um þann ár­ang­ur sem við höfðu náð og við verð­um að vera á varð­bergi varð­andi það að fá ný smit inn í land­ið.

Víð­ir Reyn­is­son yf­ir­lög­reglu­þjónn sagði að verk­efn­ið hafi ver­ið stærsta verk­efni al­manna­varna á Ís­landi þar sem allt land­ið var und­ir í einu sem og all­ur heim­ur­inn. Við höf­um stað­ið frammi fyr­ir heil­brigð­is­máli af óþekktri stærð og að sam­fé­lags­leg áhrif væru gríð­ar­leg. Hann var þakk­lát­ur fram­lagi starfs­manna sveit­ar­fé­laga á þess­um tím­um. Hann þakk­aði einn­ig fyr­ir allt það fag­fólk sem lagð­ist á ár­arn­ar til að leysa þau verk­efni sem upp komu, það væri mik­il­vægt í krís­um að vera með vald­dreif­ingu byggða á sér­fræði­þekk­ingu.

Jón Við­ar Matth­íasson slökkvi­liðs­stjóri og fram­kvæmda­stjóri al­manna­varna­nefnd­ar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins Hann tók und­ir það sem fram hafði kom­ið að það hefði ver­ið mik­il gæfa hversu vel öll sveit­ar­fé­lög­in hafi unn­ið sam­an og að­dá­un­ar­vert að sjá hversu öfl­ug­ir starfs­menn þeirra sem og að­r­ir starfs­menn sveit­ar­fé­lag­anna voru við erf­ið­ar að­stæð­ur und­ir styrkri stjórn fram­kvæmda­stjóra sveit­ar­fé­lag­anna sem eru borg­ar­stjóri og bæj­ar­stjór­ar á svæð­inu.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00