Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins (AHS) fundaði síðastliðinn föstudag og fór yfir þær aðgerðir sem neyðarstjórnir sveitarfélaganna stóðu fyrir á COVID-19 tímanum í vetur.
Fulltrúar Mosfellsbæjar á fundinum voru kjörnir fulltrúar og neyðarstjórn bæjarins. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sem jafnframt er formaður almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins setti fundinn og rakti atburðarásina í stuttu máli. Dagur nýtti tækifærið til að hrósa starfsfólki sveitarfélaganna fyrir vel unnin störf, en mikið hefur mætt á þeirra starfsemi og hafa þau þurft á skömmum tíma að umturna starfseminni, huga að þeim verkefnum sem eru samfélagslega mikilvæg og að órofinni þjónustu. Dagur hrósaði einnig þríeykinu fyrir þeirra framlag og fór sérstaklega yfir hversu jákvætt það hafi verið að þau ákváðu að hafa upplýsingar tíðar og allt ferlið gegnsætt.
Þórólfur Guðnasson sóttvarnarlæknir fór yfir þær áskoranir sem við stóðum frammi fyrir sem þjóð og þau verkefni sem eru óleyst í dag eins og opnun landamæranna. Engin reynsla er um þá afléttingu sem þarf að fara fram á landamærum í heiminum í dag. Hann ítrekaði mikilvægi þess að við tryggðum þann árangur sem við höfðu náð og við verðum að vera á varðbergi varðandi það að fá ný smit inn í landið.
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði að verkefnið hafi verið stærsta verkefni almannavarna á Íslandi þar sem allt landið var undir í einu sem og allur heimurinn. Við höfum staðið frammi fyrir heilbrigðismáli af óþekktri stærð og að samfélagsleg áhrif væru gríðarleg. Hann var þakklátur framlagi starfsmanna sveitarfélaga á þessum tímum. Hann þakkaði einnig fyrir allt það fagfólk sem lagðist á árarnar til að leysa þau verkefni sem upp komu, það væri mikilvægt í krísum að vera með valddreifingu byggða á sérfræðiþekkingu.
Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóri og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins Hann tók undir það sem fram hafði komið að það hefði verið mikil gæfa hversu vel öll sveitarfélögin hafi unnið saman og aðdáunarvert að sjá hversu öflugir starfsmenn þeirra sem og aðrir starfsmenn sveitarfélaganna voru við erfiðar aðstæður undir styrkri stjórn framkvæmdastjóra sveitarfélaganna sem eru borgarstjóri og bæjarstjórar á svæðinu.
Tengt efni
Covid-19 rýni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu
COVID-19 faraldrinum er ekki lokið en, þó lítið sé um stórar aðgerðir hér á Íslandi.
Staða Covid-19 faraldurs 10. mars 2022
Gríðarlega mikil útbreiðsla Covid-19.
Covid-19: Aflétting allra takmarkana innanlands og á landamærum