Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. febrúar 2025

Mos­fells­bær ósk­ar eft­ir að ráða öfl­ug­an, fram­sýn­an og lausnamið­að­an ein­stak­ling til að leiða þró­un og inn­leið­ingu frek­ari breyt­inga á stuðn­ings­þjón­ustu barna í sveit­ar­fé­lag­inu í takt við að­gerðaráætl­un­ina Börn­in okk­ar. Við­kom­andi mun einn­ig veita skamm­tíma­dvöl fyr­ir fötluð börn og ung­menni og frí­stunda­klúbbn­um Úlf­in­um for­stöðu.

Um er að ræða nýtt, spenn­andi og krefj­andi starf þar sem þjón­usta er veitt til barna á grund­velli laga um þjón­ustu við fatlað fólk með langvar­andi stuðn­ings­þarf­ir sem og laga um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga.

For­stöðu­mað­ur ber ábyrgð á dag­leg­um rekstri, starfs­manna­haldi, innra skipu­lagi, áætlana­gerð og fag­legu starfi í sam­starfi við fag­legt teymi stað­anna.

For­stöðu­mað­ur verð­ur hluti af öfl­ugu teymi for­stöðu­manna á vel­ferð­ar­sviði. Um er að ræða um­fangs­mik­ið og áhuga­vert starf í skemmti­legu starfs­um­hverfi.

Mennt­un­ar- og hæfnis­kröf­ur

  • Há­skóla­próf sem nýt­ist í starfi, fram­halds­gráða skil­yrði
  • Hald­bær reynsla af stjórn­un og starfs­manna­haldi
  • Framúrsk­ar­andi skipu­lags- og leið­toga­hæfi­leik­ar
  • Hald­góð reynsla af starfi með börn­um
  • Reynsla af breyt­inga­stjórn­un er kost­ur
  • Þekk­ing á op­in­berri stjórn­sýslu er kost­ur
  • Frum­kvæði, sjálf­stæði og ná­kvæmni í vinnu­brögð­um
  • Mik­il hæfni í sam­skipt­um
  • Mjög góð ís­lenskukunn­átta

Helstu verk­efni og ábyrgð

  • Fag­leg for­ysta í mál­efn­um barna sem und­ir starf­ið heyr­ir
  • Byggja upp og við­halda öfl­ugu teymi fag­fólks
  • Ut­an­um­hald um rekst­ur og starfs­manna­mál sem og ut­an­að­kom­andi þjón­ustu
  • Skipu­lagn­ing á fag­legu starfi í sam­starfi við fag­teymi
  • Stýr­ing á innra starfi og ábyrgð á veittri þjón­ustu
  • Sam­skipti við lyk­il­að­ila, s.s. not­end­ur, að­stand­end­ur, sam­starfs­að­ila inn­an og utan Mos­fells­bæj­ar sem og aðra hag­að­ila

Um­sókn­ar­frest­ur er til og með 16. fe­brú­ar 2025.

Um­sókn­ir skulu inni­halda starfs­fer­il­skrá og kynn­ing­ar­bréf sem grein­ir frá reynslu, mennt­un og fyrri störf­um ásamt rök­stuðn­ingi fyr­ir hæfni í starf­ið. Nán­ari upp­lýs­ing­ar um starf­ið veit­ir Sig­ur­björg Fjöln­is­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs, sig­ur­bjorgf@mos.is.

Laun eru sam­kvæmt kjara­samn­ingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og við­kom­andi stétt­ar­fé­lags.

Mos­fells­bær er öfl­ugt og eft­ir­sótt sveit­ar­fé­lag þar sem gild­in virð­ing, já­kvæðni, fram­sækni og um­hyggja eru leið­ar­ljós starfs­fólks í dag­legu starfi.

Mos­fells­bær legg­ur áherslu á jafn­rétti og hvet­ur öll áhuga­söm til að sækja um starf­ið, óháð kyni, fötlun eða menn­ing­ar­leg­um bak­grunni.

Öll­um um­sókn­um verð­ur svarað.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00