Forvarnardeginum 2019 var fagnað í grunn- og framhaldsskólum víða um landið 2. október.
Nemendum og starfsfólki Varmárskóla til mikillar ánægju kom Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í heimsókn í skólann í tilefni dagsins. Hann gaf sér tíma til að ræða við nemendur hinna ýmsu árganga og ræddi svo sérstaklega við nemendur 10. bekkjar um forvarnir og mikilvægi þess að standast þrýsting annarra varðandi notkun vímuefna eins og kom fram á síðu forsetans á Facebook.
Embætti landlæknis stendur að Forvarnardeginum í samstarfi við embætti forseta Íslands, Reykjavíkurborg, Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Skátana, Ungmennafélag Íslands, Rannsóknir og greiningu, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samstarf félagasamtaka í forvörnum.
Tengt efni
Vetrarfrí í Mosfellsbæ 2024
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.