Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
18. desember 2009

Vegna áforma um sér­hæfða heil­brigð­is­stofn­un á Tungu­mel­um og auk­ið fram­boð á stór­um at­vinnu­lóð­um á svæð­inu er í bíg­erð til­laga að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi.

Grein­ar­gerð um til­lög­una, markmið henn­ar og for­send­ur

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar áform­ar að leggja til að að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002-2024 verði breytt vegna áforma um sér­hæfða heil­brigð­is­stofn­un og hót­el í tengsl­um við hana á Tungu­mel­um og áforma um að að auka fram­boð á stór­um at­vinnu­lóð­um á þessu svæði. Meg­in­breyt­ing­in felst í því að at­hafna­svæði sunn­an Fossa­veg­ar stækk­ar til vest­urs, suð­urs og aust­urs og land­notk­un þar verð­ur skil­greind sem blanda af svæði fyr­ir þjón­ustu­stofn­an­ir og at­hafna­svæði.

Stað­hætt­ir

Tungu­mel­ar eru á milli Köldu­kvísl­ar og Leir­vogs­ár aust­an Vest­ur­lands­veg­ar, gegnt íbúð­ar­hverf­inu í Leir­vogstungu. Lands­lag ein­kenn­ist af frem­ur lítt grón­um mel­um. Tengi­veg­ur (Fossa­veg­ur) í aust­ur-vest­ur stefnu um mið­bik svæð­is­ins mun tengja það við Vest­ur­landsveg á mis­læg­um gatna­mót­um. Svæð­ið er í 2,5 km fjar­lægð frá mið­bæ Mos­fells­bæj­ar og í góð­um tengsl­um við meg­in­um­ferð­ar­strauma. Norð­an Fossa­veg­ar er þeg­ar hafin upp­bygg­ing at­hafna­svæð­is á u.þ.b. 24 ha lands.

Gild­andi skipu­lag

Svæð­is­skipu­lag: Í til­lögu að breyttu svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2001 – 2024 sem aug­lýst er sam­hliða þess­ari breyt­ingu á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002-2024 er af­mark­að­ur byggð­ar­reit­ur fyr­ir bland­aða byggð á Tungu­mel­um, um 47 ha að stærð. Sam­kvæmt breyttri töflu 3.2 í grein­ar­gerð svæð­is­skipu­lags­ins er áætlað að á tíma­bil­inu 1998 – 2024 auk­ist at­vinnu­hús­næði í Mos­fells­bæ um 261 þús. m², en það er 63 þús. m2 meiri aukn­ing en gert er ráð fyr­ir í óbreyttu svæð­is­skipu­lagi. Við­bót­ar­aukn­ing­in skipt­ist nið­ur á flokk­ana „Verslun og skrif­stof­ur,“ „Iðn­að­ur og vöru­geymsl­ur“ og „Sér­hæfð­ar bygg­ing­ar“ skv. laus­legri áætlun í hlut­fall­inu 30 – 10 – 60%.

Aðal- og deili­skipu­lag: Í að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002 – 2024 er svæð­ið á Tungu­mel­um skil­greint sem at­hafna­svæði og var upp­haf­lega 16,3 hekt­ar­ar, en með að­al­skipu­lags­breyt­ingu árið 2005 var það stækkað í 35 ha. Í þeirri breyt­ingu kom Fossa­veg­ur inn á að­al­skipu­lag­ið sem tengi­veg­ur, ásamt mis­læg­um gatna­mót­um við Vest­ur­landsveg. Í fyr­ir­liggj­andi deili­skipu­lagi, sem nær yfir Fossa­veg og at­hafna­svæð­ið norð­an hans, er gert ráð fyr­ir um 80 þús. m² at­vinnu­hús­næð­is á þeim hluta svæð­is­ins. Ekki ligg­ur fyr­ir sam­þykkt deili­skipu­lag af suð­ur­hlut­an­um, sunn­an Fossa­veg­ar. Með­fram Köldu­kvísl og Leir­vogsá er skil­greind hverf­is­vernd, 50 m út­frá ár­bökk­um.

Breyt­ing á að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002-2024

Frá því að að­al­skipu­lagi Mos­fells­bæj­ar 2002-2024 var breytt árið 2005 hafa hug­mynd­ir um notk­un svæð­is­ins á Tungu­mel­um breytst. Nú er m.a. horft til starf­semi sem krefst stórra lóða, og ný­lega skrif­aði Mos­fells­bær ásamt einkað­il­um und­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu um að stað­setja sér­hæfða heil­brigð­is­stofn­un (sjúkra­hús) og hót­el í tengsl­um við það á svæð­inu á um 4 ha lóð. Sjúkra­hús­inu hef­ur þeg­ar ver­ið val­inn stað­ur næst Köldu­kvísl, aust­ast á stækk­uð­um byggð­ar­reit sam­kvæmt til­lög­unni.

Þessi áform kalla á breyt­ing­ar á að­al­skipu­lagi, þ.e. stækk­un at­hafna­svæð­is sunn­an Fossa­veg­ar, og breytta land­notk­un­ar­skil­grein­ingu á þeim hluta Tungu­mela­svæð­is­ins. Byggð­ar­reit­ur­inn er stækk­að­ur til suð­urs, að mörk­um hverf­is­vernd­ar­inn­ar, en áskil­ið er að bygg­ing­ar verði ekki nær ánni en 100 m, að syðsti hluti lóða næst ánni verði op­inn fyr­ir al­menna gang­andi um­ferð og að lóð­ar­frá­gang­ur verði þann­ig að ekki verði skörp skil milli lóða og opna svæð­is­ins við ána. Nýt­ing­ar­hlut­fall lóða sunn­an Fossa­veg­ar verði 0,5 – 0,8 eða nokkru hærra en norð­an hans. Stækk­un byggð­ar­flek­ans kall­ar á færslu reiðstíga aust­an hans og með­fram Köldu­kvísl.

Breyt­ing­ar á upp­drætti felast í eft­ir­far­andi:

  • Byggð­ar­fleki sunn­an Fossa­veg­ar stækk­ar til vest­urs, suð­urs og aust­urs úr 7,5 ha í 23 ha, á kostn­að op­ins óbyggðs svæð­is.
  • Land­notk­un á svæð­inu sunn­an Fossa­veg­ar breyt­ist úr at­hafna­svæði í bland­aða land­notk­un, svæði fyr­ir þjón­ustu­stofn­an­ir / at­hafna­svæði.
  • Reið­leið með­fram Köldu­kvísl færist nær ánni.
  • Norð­ur-suð­ur reið­leið aust­an byggð­ar­fleka á Tungu­mel­um færist aust­ar.

Auk þess­ara breyt­inga fel­ur upp­drátt­ur að breyttu skipu­lagi í sér eft­ir­tald­ar að­lag­an­ir að gild­andi deili­skipu­lagi:

  • Af­mörk­un at­hafna­svæð­is á Tungu­mel­um til norð­urs og vest­urs lög­uð að gild­andi deili­skipu­lagi. Þessi hluti svæð­is­ins minnk­ar við það um 2,9 ha.
  • Af­mörk­un veg­helg­un­ar­svæð­is og lega Vest­ur­lands­veg­ar og göngu­leið­ar með­fram hon­um lag­að að gild­andi deili­skipu­lagi mis­lægra gatna­móta.
  • Göngu­leið til vest­urs frá gatna­mót­um lög­uð að gild­andi deili­skipu­lagi Leir­vogstungu.

Sam­an­lagð­ar breyt­ing­ar á byggð­ar­flek­um á Tungu­mel­um fela þann­ig í sér stækk­un um 12,6 ha.

Um­hverf­isáhrif

Til­lag­an fel­ur ekki í sér nein­ar breyt­ing­ar á áður sam­þykkt­um áætl­un­um um fram­kvæmd­ir, sem háð­ar eru mati á um­hverf­isáhrif­um skv. við­auk­um við lög nr. 106/2000, s.s. um stofn­vegi eða tengi­braut­ir. Hún fell­ur því ekki und­ir lög nr. 105/2006 um um­hverf­is­mat áætl­ana.

Sam­kvæmt skrán­ingu Þjóð­minja­safns frá 2001 (Mos­fells­bær, forn­leif­a­skrán­ing, bráða­birgða­skýrsla) eru eng­ar þekkt­ar forn­minj­ar á svæð­inu.

Aukn­ing at­vinnu­hús­næð­is á suð­ur­hluta Tungu­mela mun hafa í för með sér aukna um­ferð um Fossa­veg og mis­læg gatna­mót á Vest­ur­lands­vegi. Þessi mann­virki geta þó auð­veld­lega ann­að þeirri um­ferð, þar sem skipu­lag og hönn­un þeirra hef­ur mið­ast við að at­hafna­svæð­ið á Tungu­mel­um geti stækkað enn frek­ar í fram­tíð­inni.

Breyt­ing­in er talin hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lag­ið þar sem hún stuðl­ar að auk­inni fjöl­breytni í at­vinnu­lífi og fjölg­un starfa í bæj­ar­fé­lag­inu. Hún er ekki talin hafa í för með sér um­tals­verð áhrif á and­rúms­loft, vist­kerfi, heilsu eða ör­yggi.

Máls­með­ferð

Stefnt er að því að full­bú­in til­laga verði lögð fyr­ir bæj­ar­stjórn fyrri­hluta janú­ar 2010. Hljóti hún sam­þykki, verð­ur næsta skref í skipu­lags­ferl­inu að aug­lýsa hana skv. 21. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga með 6 vikna at­huga­semda­fresti.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00