Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Laug­ar­dag­inn 15. októ­ber var hald­ið mál­þing for­eldra og starfs­manna í Varmár­skóla.

Á þing­inu ræddu þátt­tak­end­ur hvaða gildi og við­horf ættu að vera uppistað­an í stefnu skól­ans til næstu ára. Unn­ið var út frá mark­miðs­grein grunn­skóla­laga og nýrri mennta­stefnu Mos­fells­bæj­ar Heim­ur­inn er okk­ar.

Þing­ið var með þjóð­fund­arsniði og þátt­tak­end­ur ræddu þrjár spurn­ing­ar:

  1. Hvað læra börn í góð­um skóla?
  2. Hvert er hlut­verk for­eldra í tengsl­um við skóla­göngu barna sinna?
  3. Hvað geta að­il­ar skóla­sam­fé­lag­ins gert til að stuðla að sam­kennd, vináttu og virð­ingu.

Áður höfðu starfs­menn skól­ans kom­ist að sam­komu­lagi um hvaða gildi þeir telja mik­il­væg­ast að efla hjá nem­end­um.

Mat­steymi skól­ans vinn­ur nú að því að taka nið­ur­stöð­ur starfs­manna og for­eldra sam­an þann­ig að hægt verði að skrifa stefnu skól­ans á þess­um grunni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00