Laugardaginn 15. október var haldið málþing foreldra og starfsmanna í Varmárskóla.
Á þinginu ræddu þátttakendur hvaða gildi og viðhorf ættu að vera uppistaðan í stefnu skólans til næstu ára. Unnið var út frá markmiðsgrein grunnskólalaga og nýrri menntastefnu Mosfellsbæjar Heimurinn er okkar.
Þingið var með þjóðfundarsniði og þátttakendur ræddu þrjár spurningar:
- Hvað læra börn í góðum skóla?
- Hvert er hlutverk foreldra í tengslum við skólagöngu barna sinna?
- Hvað geta aðilar skólasamfélagins gert til að stuðla að samkennd, vináttu og virðingu.
Áður höfðu starfsmenn skólans komist að samkomulagi um hvaða gildi þeir telja mikilvægast að efla hjá nemendum.
Matsteymi skólans vinnur nú að því að taka niðurstöður starfsmanna og foreldra saman þannig að hægt verði að skrifa stefnu skólans á þessum grunni.
Tengt efni
Ljósin tendruð á jólatrénu á Miðbæjartorgi 2. desember 2023
Tendrun ljósanna á jólatrénu á Miðbæjartorginu hefur um árabil markað upphaf jólahalds í bænum.
Sköpum rými
Opinn fundur menningar- og lýðræðisnefndar um rými fyrir sköpun og miðlun menningar í Mosfellsbæ verður haldinn í Hlégarði þriðjudaginn 28. nóvember.
Grindvíkingum boðið á jólatónleika í Hlégarði
Tónlistarkonan Greta Salóme í samstarfi við Mosfellsbæ ætla að bjóða Grindvíkingum á jólatónleika í félagsheimili Mosfellinga, Hlégarði, sunnudaginn 17. desember kl. 17:00.