Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. nóvember 2014

Fjöl­skyldu- og fræðslu­svið hef­ur ákveð­ið að að styrkja for­eldra í nýju hlut­verki og bjóða styrk í efl­andi for­eldra­nám­skeið sem auð­veld­ar og und­ir­býr verð­andi for­eldra fyr­ir breyt­ing­ar sem verða í para­sam­band­inu við að eign­ast barn.

Nám­skeið­ið hef­ur ver­ið vel sótt, for­eldr­ar ánægð­ir og flest­ir telja sig fær­ari við upp­eld­ið eft­ir nám­skeið­ið en áður. Til­gang­ur verk­efn­is­ins Ertu að verða for­eldri? er einkum að rétta for­eldr­um hjálp­ar­hönd í nýju hlut­verki og styrkja sem best for­eldra í upp­eld­is­hlut­verki sínu.

Sam­þykkt hef­ur ver­ið að styrkja fjög­ur for­eldrapör til þátt­töku á nám­skeið á veg­um 9 mán­uð­ir sem er sjálf­stætt starf­andi heilsumið­stöð fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Styrkt er um helm­ing nám­skeiðs­gjalds. Nám­skeið­ið kost­ar 10.000 krón­ur og mun styrk­ur til hvers pars nema 5.000 krón­um eða helm­ingi af kostn­aði.

Ertu að verða for­eldri? er nám­skeið fyr­ir verð­andi for­eldra sem hjálp­ar þeim að und­ir­búa þær breyt­ing­ar sem verða í para­sam­band­inu við að verða for­eldr­ar. Einn­ig verð­ur far­ið í hvern­ig hægt er að lesa merki ung­barna. Nám­skeið­ið er stutt út­gáfa af John Gottman helgar­nám­skeið­inu sem Mos­fells­bær bauð pör­um á árið 2009. John Gottman er í for­ystu á heimsvísu í vís­inda­rann­sókn­um á hjóna­band­inu og para­sam­bönd­um.

Verð­andi for­eldr­ar læra:

  • Við hverju má bú­ast eft­ir að barn­ið fæð­ist
  • Hvað er barn­ið að segja?
  • Að þekkja 10 ástæð­ur þess að erfitt get­ur ver­ið að verða for­eldri
  • Fimm að­ferð­ir til að treysta vinátt­una
  • Að gera sér grein fyr­ir því hvað sam­band þeirra hef­ur mik­il áhrif á for­eldra­hlut­verk­ið

Nám­skeið­ið fer fram eina kvöldstund frá kl. 18:00 – 20:30 hjá 9mán­uð­um heilsumið­stöð, Hlíða­smára 2, 201 Kópa­vogi.

Næsta nám­skeið verð­ur hald­ið 21. janú­ar 2015.

Um­sjón með nám­skeið­inu hafa: Ást­þóra Krist­ins­dótt­ir, ljós­móð­ir og Ólaf­ur Grét­ar Gunn­ars­son, fjöl­skyldu- og hjóna­ráð­gjafi.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00