Fjölskyldu- og fræðslusvið hefur ákveðið að að styrkja foreldra í nýju hlutverki og bjóða styrk í eflandi foreldranámskeið sem auðveldar og undirbýr verðandi foreldra fyrir breytingar sem verða í parasambandinu við að eignast barn.
Námskeiðið hefur verið vel sótt, foreldrar ánægðir og flestir telja sig færari við uppeldið eftir námskeiðið en áður. Tilgangur verkefnisins Ertu að verða foreldri? er einkum að rétta foreldrum hjálparhönd í nýju hlutverki og styrkja sem best foreldra í uppeldishlutverki sínu.
Samþykkt hefur verið að styrkja fjögur foreldrapör til þátttöku á námskeið á vegum 9 mánuðir sem er sjálfstætt starfandi heilsumiðstöð fyrir alla fjölskylduna. Styrkt er um helming námskeiðsgjalds. Námskeiðið kostar 10.000 krónur og mun styrkur til hvers pars nema 5.000 krónum eða helmingi af kostnaði.
Ertu að verða foreldri? er námskeið fyrir verðandi foreldra sem hjálpar þeim að undirbúa þær breytingar sem verða í parasambandinu við að verða foreldrar. Einnig verður farið í hvernig hægt er að lesa merki ungbarna. Námskeiðið er stutt útgáfa af John Gottman helgarnámskeiðinu sem Mosfellsbær bauð pörum á árið 2009. John Gottman er í forystu á heimsvísu í vísindarannsóknum á hjónabandinu og parasamböndum.
Verðandi foreldrar læra:
- Við hverju má búast eftir að barnið fæðist
- Hvað er barnið að segja?
- Að þekkja 10 ástæður þess að erfitt getur verið að verða foreldri
- Fimm aðferðir til að treysta vináttuna
- Að gera sér grein fyrir því hvað samband þeirra hefur mikil áhrif á foreldrahlutverkið
Námskeiðið fer fram eina kvöldstund frá kl. 18:00 – 20:30 hjá 9mánuðum heilsumiðstöð, Hlíðasmára 2, 201 Kópavogi.
Næsta námskeið verður haldið 21. janúar 2015.
Umsjón með námskeiðinu hafa: Ástþóra Kristinsdóttir, ljósmóðir og Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónaráðgjafi.
Tengt efni
Mosfellsbær fjárfestir aukalega 100 milljónum í forvarnir
Styrkir til verkefna á sviði velferðarmála fyrir árið 2025
Lumar þú á leiguíbúð?
Mosfellsbær auglýsir eftir íbúðum fyrir flóttafólk til leigu.