Vegna viðhalds á vinnslulínu heimilissorps í móttöku og flokkunarstöð SORPU bs. í Gufunesi verður flokkunarbúnaður á plasti úr gráu tunnunni óvirkur dagana 7. – 13. desember.
Íbúar í Mosfellsbæ sem sett hafa plast í pokum í gráu sorptunnuna eru hvattir til að skila flokkuðu plasti á grenndargámastöðvar eða endurvinnslustöðvar í stað gráu tunnunnar, meðan á viðhaldi stendur.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.
Tengt efni
Samið um sorphirðu til næstu ára
Snjallar grenndarstöðvar í Mosfellsbæ
Á næstu vikum verða þrjár grenndarstöðvar í Mosfellsbæ gerðar snjallar.
Íbúar öflugir í frágangi eftir áramót
Miklu magni af flugeldarusli var safnað í sérstakan gám á vegum bæjarins núna um áramótin.