Vegna viðhalds á vinnslulínu heimilissorps í móttöku og flokkunarstöð SORPU bs. í Gufunesi verður flokkunarbúnaður á plasti úr gráu tunnunni óvirkur dagana 7. – 13. desember.
Íbúar í Mosfellsbæ sem sett hafa plast í pokum í gráu sorptunnuna eru hvattir til að skila flokkuðu plasti á grenndargámastöðvar eða endurvinnslustöðvar í stað gráu tunnunnar, meðan á viðhaldi stendur.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.