Við stofnun Kvíslarskóla haustið 2021 ákváðu stjórnendur að láta reyna meira á verkefnavinnu, fjölbreytta kennsluhætti og samþættingu námsgreina og úr varð verkefni sem fékk nafnið Flipp flopp. Þá daga er almenn bókakennsla lögð til hliðar í tvo daga og unnið að verkefnum sem tengjast þó ákveðinni lykilhæfni sem byggir á Aðalnámskrá.
Flipp flopp dagar eru haldnir einu sinni í mánuði og er áherslan á virkni, upplýsingatækni, þema-, þrauta-, samvinnu og hönnunarmiðað nám. Markmiðið hefur verið að efla hópinn og þétta með því að nemendur fái tækifæri til að vinna saman og kynnast betur þvert á bekki.
Nemendur eru almennt ánægðir með verkefnið og sammála um að það hafi haft góð áhrif á skólabraginn. Stutt könnun sem lögð var fyrir foreldra/forsjáraðila eftir fyrsta veturinn sýndi einnig almenna ánægju með Flipp flopp dagana og sama á við um starfsfólk sem hefur verið ánægt með þetta uppbrot í skólastarfinu.
Tengt efni
Bréf til foreldra vegna vopnaburðar barna og ungmenna
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum í Mosfellsbæ
Íslandsmót barna og unglinga í hestaíþróttum er hafið á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ.
Nóg um að vera í Mosfellsbæ í sumar