Eftir Vestmannaeyjagosið árið 1973 voru byggð Viðlagasjóðshús við Arnartanga í Mosfellsbæ.
Þessi hús, átta raðhúsalengjur með 33 íbúðum, voru gjöf finnsku þjóðarinnar. Húsin voru sett upp fyrir Vestmannaeyinga sem misst höfðu húsnæði sitt í gosinu og neyðst til að flytja upp á land.
Til minningar um þessa rausnarlegu gjöf stendur hraunsteinn úr Vestmannaeyjum við Arnartanga og er á honum skjöldur. Minnisvarði þessi var afhjúpaður við hátíðlega athöfn í ágúst 1977 af þáverandi forseta Finnlands, Urho Kekkonen.
Veera Jäppinen fulltrúi sendráðs Finnlands og Auður Halldórsdóttir ritari vinabæjarsamstarfsins fyrir hönd Mosfellsbæjar flögguðu fánaveifum við steininn á sumardaginn fyrsta. Áætlað er að veifurnar blakti við hún fram yfir bæjarhátíðina í lok ágúst.
Mosfellsbær er hlekkur í norrænni vinabæjarkeðju ásamt bæjunum Loimaa í Finnlandi, Thisted í Danmörku, Skien í Noregi og Uddevalla í Svíþjóð.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos