Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
6. maí 2024

Eft­ir Vest­manna­eyjagos­ið árið 1973 voru byggð Við­laga­sjóðs­hús við Arn­ar­tanga í Mos­fells­bæ.

Þessi hús, átta rað­húsa­lengj­ur með 33 íbúð­um, voru gjöf finnsku þjóð­ar­inn­ar. Hús­in voru sett upp fyr­ir Vest­manna­ey­inga sem misst höfðu hús­næði sitt í gos­inu og neyðst til að flytja upp á land.

Til minn­ing­ar um þessa rausn­ar­legu gjöf stend­ur hraun­steinn úr Vest­manna­eyj­um við Arn­ar­tanga og er á hon­um skjöld­ur. Minn­is­varði þessi var af­hjúp­að­ur við há­tíð­lega at­höfn í ág­úst 1977 af þá­ver­andi for­seta Finn­lands, Urho Kek­ko­nen.

Veera Jäpp­inen full­trúi send­ráðs Finn­lands og Auð­ur Hall­dórs­dótt­ir rit­ari vina­bæj­ar­sam­starfs­ins fyr­ir hönd Mos­fells­bæj­ar flögg­uðu fána­veif­um við stein­inn á sum­ar­dag­inn fyrsta. Áætlað er að veif­urn­ar blakti við hún fram yfir bæj­ar­há­tíð­ina í lok ág­úst.

Mos­fells­bær er hlekk­ur í nor­rænni vina­bæj­ar­keðju ásamt bæj­un­um Loimaa í Finn­landi, Thisted í Dan­mörku, Skien í Nor­egi og Uddevalla í Sví­þjóð.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00