Góð þátttaka var í fræðslugöngu Mosfellsbæjar og Hins íslenska náttúrufræðifélags sunnudaginn 5. september.
Gengið var til norðurs um Blikastaðakró, á svæði sem liggur á mörkum Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Járngerður Grétarsdóttir, grasafræðingur, fræddi göngufólk um gróður á svæðinu og Hrefna Sigurjónsdóttir, líffræðingur, sagði frá lífríki fjörunnar.
Mikil ánægja var með þessa fróðlegu göngu.
Tengt efni
Menningin í Mosfellsbæ lyftir upp andanum í mars
Menning í mars hefur það að markmiði að efla menningarstarf í bænum, gera það sýnilegra og styðja þau sem að því standa við að kynna sig.
Dagur Listaskólans 1. mars 2025
Uppljómað Helgafell á Vetrarhátíð 2025