Tvær ungar, mosfellskar mæður standa um helgina fyrir viðburðinum Fjörkálfar og fylgihlutir sem fram fer í Krikaskóla á morgun, laugardag kl. 12-17.
Viðburðurinn er tileinkaður foreldrum og börnum 0-6 ára ásamt verðandi foreldrum.
Markmiðið með deginum er að skapa vettvang fyrir foreldra ungra barna og verðandi foreldra til að koma saman í skemmtilegu umhverfi, kynna sér hluta af því sem í boði er fyrir markhópinn en má þar nefna hreyfingu og tómstundir ungra barna, heilsu og umönnun ásamt meðgöngutengdum þáttum, fræðast og umfram allt eiga frábæran dag með börnunum.
Dagurinn verður fjölbreyttur og skemmtilegur og einkennist af ferskri dagskrá á sviði, skemmtiatriðum frá börnum, stuttum gestafyrirlestrum og kynningum um hin ýmsu málefni er markhópinn snertir s.s. umferðaröryggi ungra barna og mataræði barna svo dæmi séu tekin. Á deginum verður einnig iðandi vörutorgs stemming þar sem margar spennandi verslanir munu kynna og selja vörur sínar, ásamt fleiri uppákomum.
Aðstandendur sýningarinnar eru Vigdís Erna Þorsteinsdóttir og Harpa Lilja Júníusdóttir og er viðburðurinn hluti af verkefni þeirra í námi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Tengt efni
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð
Húsfyllir á opnun jólalistaverkamarkaðar í Listasal Mosfellsbæjar