Mosfellsbær auglýsir hér með 3 tillögur að deiliskipulagi skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og eina tillögu að breytingum á deiliskipulagi skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga:
Frístundalóð við Hafravatn, l.nr. 125499
Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar, sem liggur að Hafravatni norðvestanverðu og er um 0,5 ha að stærð. Á lóðinni er nú gamalt frístundahús. Skv. tillögunni verður heimilt að endurbyggja það eða reisa nýtt hús í stað þess. Hámarksstærð frístundahúss er 70 m2 auk 20 m2 geymsluhúss.
Frístundalóð við Hafravatn, l.nr. 125506
Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar, sem liggur norðvestan við Hafravatn, við bæjarmörk Mosfellsbæjar og Reykjavíkur, og er um 1 ha að stærð. Á lóðinni er nú gamalt frístundahús, sem gert er ráð fyrir að verði rifið. Skv. tillögunni verður heimilt að byggja nýtt hús í stað þess, allt að 70 m2 að stærð auk 20 m2 geymsluhúss.
Frístundalóð við Silungatjörn, l.nr. 125163
Tillaga að deiliskipulagi frístundalóðar, sem liggur að Silungatjörn norðvestanverðri og er tæplega 0,5 ha að stærð. Á lóðinni stendur nú lítið frístundahús, sem gert er ráð fyrir að standi áfram. Skv. tillögunni verður heimilt að byggja nýtt hús í tengslum við það gamla, þannig að frístundahús á lóðinni verði samtals allt að 110 m2 að stærð auk 20 m2 geymsluhúss.
Frístundalóðir við Silungatjörn, l.nr. 178678 og 178679
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 178678 frá 2003 en hún liggur að Seljadalsá, norðan Silungatjarnar. Skipulagssvæðið stækkar, þannig að það tekur einnig til næstu lóðar austan við, en þeirri lóð er í tillögunni skipt í tvær lóðir. Tillagan gerir ráð fyrir að á hverri þessara þriggja lóða megi reisa frístundahús og geymsluhús, samtals allt að 130 m2 að gólffleti.
Tillöguuppdrættir með greinargerðum og skipulagsskilmálum verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 1. hæð, frá 18. desember 2009 til 29. janúar 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athugasemdir. Athugasemdir þurfa að vera skriflegar og skal senda þær til skipulags- og byggingarnefndar Mosfellsbæjar eigi síðar en 29. janúar 2010. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.
14. desember 2009
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar