Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
17. desember 2009

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með 3 til­lög­ur að deili­skipu­lagi skv. 25. gr. skipu­lags- og bygg­ing­ar­laga nr. 73/1997 og eina til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi skv. 1. mgr. 26. gr. sömu laga:

Frí­stundalóð við Hafra­vatn, l.nr. 125499
Til­laga að deili­skipu­lagi frí­stunda­lóð­ar, sem ligg­ur að Hafra­vatni norð­vest­an­verðu og er um 0,5 ha að stærð. Á lóð­inni er nú gam­alt frí­stunda­hús. Skv. til­lög­unni verð­ur heim­ilt að end­ur­byggja það eða reisa nýtt hús í stað þess. Há­marks­stærð frí­stunda­húss er 70 m2 auk 20 m2 geymslu­húss.

Frí­stundalóð við Hafra­vatn, l.nr. 125506
Til­laga að deili­skipu­lagi frí­stunda­lóð­ar, sem ligg­ur norð­vest­an við Hafra­vatn, við bæj­ar­mörk Mos­fells­bæj­ar og Reykja­vík­ur, og er um 1 ha að stærð. Á lóð­inni er nú gam­alt frí­stunda­hús, sem gert er ráð fyr­ir að verði rif­ið. Skv. til­lög­unni verð­ur heim­ilt að byggja nýtt hús í stað þess, allt að 70 m2 að stærð auk 20 m2 geymslu­húss.

Frí­stundalóð við Sil­unga­tjörn, l.nr. 125163
Til­laga að deili­skipu­lagi frí­stunda­lóð­ar, sem ligg­ur að Sil­unga­tjörn norð­vest­an­verðri og er tæp­lega 0,5 ha að stærð. Á lóð­inni stend­ur nú lít­ið frí­stunda­hús, sem gert er ráð fyr­ir að standi áfram. Skv. til­lög­unni verð­ur heim­ilt að byggja nýtt hús í tengsl­um við það gamla, þann­ig að frí­stunda­hús á lóð­inni verði sam­tals allt að 110 m2 að stærð auk 20 m2 geymslu­húss.

Frí­stunda­lóð­ir við Sil­unga­tjörn, l.nr. 178678 og 178679
Til­laga að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi fyr­ir lóð nr. 178678 frá 2003 en hún ligg­ur að Selja­dalsá, norð­an Sil­unga­tjarn­ar. Skipu­lags­svæð­ið stækk­ar, þann­ig að það tek­ur einn­ig til næstu lóð­ar aust­an við, en þeirri lóð er í til­lög­unni skipt í tvær lóð­ir. Til­lag­an ger­ir ráð fyr­ir að á hverri þess­ara þriggja lóða megi reisa frí­stunda­hús og geymslu­hús, sam­tals allt að 130 m2 að gólf­fleti.

Til­lögu­upp­drætt­ir með grein­ar­gerð­um og skipu­lags­skil­mál­um verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 1. hæð, frá 18. des­em­ber 2009 til 29. janú­ar 2010, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér til­lög­urn­ar og gert við þær at­huga­semd­ir. At­huga­semd­ir þurfa að vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags- og bygg­ing­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar eigi síð­ar en 29. janú­ar 2010. Hver sá sem ekki ger­ir at­huga­semd við aug­lýsta til­lögu inn­an þessa frests telst vera henni sam­þykk­ur.

14. des­em­ber 2009
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00