Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi: Fossatunga 9-15, Reykjamelur 20-22, Asparlundur 11 og Athafnasvæði Tungumelar, Mosfellsbær.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi:
Fossatunga 9-15
Breytingin varðar lóðirnar Fossatungu 9 – 15, í stað raðhúss með fjórum íbúðum, verði heimilt að byggja fimm íbúða raðhús. Raðhúsagerðin R-IID breytist úr því að vera með 11 m breidd á hverri raðhúsaeiningu í að verða 9 m breidd á hverja einingu.
Reykjamelur 20-22
Breytingin varðar að í stað þess að byggja megi 200 m² einbýlishús (1 hæð og ris) á lóðunum verði heimilt að byggja einnar hæðar parhús á hvorri lóð fyrir sig, þar sem hver íbúðahluti
getur verið allt að 160 m², samtals 640 m². Byggingareitur á lóð nr. 20 stækkar til vesturs um 0.5 m og byggingareitur á lóð 22 verður dreginn inn vestanmegin um 0,5 m. Nýtingarhlutfall
Reykjamels 20 fer úr 0,22 í 0,34 og úr 0.19 í 0,30 fyrir Reykjamel 22. Aðkoma að lóðunum verður frá Asparlundi og lagt er til að götuheiti breytist frá því að vera Reykjamelur í að verða Asparlundur.
Asparlundur 11
Breytingin varðar að í stað 200 m² íbúðarhúss (1 hæð og ris) verði heimilt að reisa allt að 330 m² parhús á einni hæð. Byggingareitur verði dreginn inn vestanmegin um 2,0 m og stækkaður til norðurs um 2,0 m. Nýtingarhlutfall fer úr 0,19 í 0,32.
Athafnasvæði Tungumelar, Mosfellsbær
Helstu breytingar samkvæmt tillögunni er stækkun deiliskipulagsins, Mosfellsbær Tungumelar, um 1.3 ha inn á svæði sem í aðalskipulagi er skilgreint sem athafnasvæði fleki 202-A. Tillagan gerir ráð fyrir að vegtenging verði um Fossaveg sem verði framlengdur til austurs og frá honum verði tenging inn á lóð. Hámarkshæð byggingar verður allt að 13 m, grunnflatarmál húss verði allt að 4.245 m² og nýtingarhlutfall 0,33. Kvaðir eru um skermun lóðar og um afmörkun geymslusvæðis fyrir gáma, varning og tæki.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 23. mars 2019 til og með 6. maí 2019, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér þær og gert við þær athugasemdir.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 6. maí 2019.
23. mars 2019
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar