Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir¬tald¬ar tillögur að breytingu á deiliskipulagi.
Mosfellsbær auglýsir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftirtaldar tillögur að breytingu á deiliskipulagi.
Torg í Gerplustræti
Markmið með þessari breytingu er að auðvelda umferð stærri bíla, t.d. almenningsvagna um torgið. Breytingin felur í sér að radíus á beygjum við enda torgsins eru rýmkaðir og á báðum endum torgsins verður lágur kantsteinn sem afmarkar svæði sem eru yfirkeyranleg fyrir stóra bíla.
Bjargslundur 6 og 8
Breytingin felur í sér að í stað þess að lóðirnar séu einbýlishúsalóðir sé nú heimilt að byggja eitt parhús á tveim hæðum á hvorri lóð, með innbyggðum bílskúrum. Heildarstærð á hvoru húsi fari úr 300 m² í 500 m² en heimilt er að byggja minni hús. Aðkoma verður á efri hæð og hámarkshæð þaks yfir kóta aðkomuhæðar er 3,7 m.
Bjargslundur 17
Breytingin felur í sér stækkun byggingarreits, stækkun núverandi húsnæðis og að byggja frístandandi bílskúr með nýtanlegu kjallararými. Heildarfermetrar húsa stækka úr 135 m² í 370 m². Nýtingarhlutfall lóðar fer úr 0.11 í 0.2.
Reykjamelur 20-22 og Asparlundur 11
Breytingin varðar lóðirnar Asparlund 11 og Reykjamel 20 og 22, að í stað 200 m² íbúðarhúsa verði gert ráð fyrir einnar hæðar parhúsum og byggingarreitum breytt. Asparlundur 11 verður að Asparlundi 11 og 13, Reykjamelur 20 verður að Reykjamel 20A og 20B og Reykjamelur 22 verður að Reykjamel 22A og 22B.
Ofangreindar tillögur verða til sýnis í þjónustuveri Mosfellsbæjar Þverholti 2, frá 21. júlí 2018 til og með 25. ágúst 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana athugasemd.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og skal senda þær til skipulagsnefndar Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ, eða í tölvupósti til undirritaðs eigi síðar en 25. ágúst 2018.
21. júlí 2018
Skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar