Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
23. júlí 2018

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar til­lög­ur að breyt­ingu á deili­skipu­lagi: Torg í Gerplustræti, Bjarg­slund­ur 6 og 8, Bjarg­slund­ur 17, Reykja­mel­ur 20-22 og Asp­ar­lund­ur 11.

Mos­fells­bær aug­lýs­ir hér með skv. 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 eft­ir­tald­ar til­lög­ur að breyt­ingu á deili­skipu­lagi:

Torg í Gerplustræti

Markmið með þess­ari breyt­ingu er að auð­velda um­ferð stærri bíla, t.d. al­menn­ings­vagna um torg­ið. Breyt­ing­in fel­ur í sér að radíus á beygj­um við enda torgs­ins eru rýmk­að­ir og á báð­um end­um torgs­ins verð­ur lág­ur kant­steinn sem af­mark­ar svæði sem eru yfir­keyr­an­leg fyr­ir stóra bíla.

Bjarg­slund­ur 6 og 8

Breyt­ing­in fel­ur í sér að í stað þess að lóð­irn­ar séu ein­býl­is­húsa­lóð­ir sé nú heim­ilt að byggja eitt par­hús á tveim hæð­um á hvorri lóð, með inn­byggð­um bíl­skúr­um. Heild­ar­stærð á hvoru húsi fari úr 300 m² í 500 m² en heim­ilt er að byggja minni hús. Að­koma verð­ur á efri hæð og há­marks­hæð þaks yfir kóta að­komu­hæð­ar er 3,7 m.

Bjarg­slund­ur 17

Breyt­ing­in fel­ur í sér stækk­un bygg­ing­ar­reits, stækk­un nú­ver­andi hús­næð­is og að byggja frístand­andi bíl­skúr með nýt­an­legu kjall­ara­rými. Heild­ar­fer­metr­ar húsa stækka úr 135 m² í 370 m². Nýt­ing­ar­hlut­fall lóð­ar fer úr 0.11 í 0.2.

Reykja­mel­ur 20-22 og Asp­ar­lund­ur 11

Breyt­ing­in varð­ar lóð­irn­ar Asp­arlund 11 og Reykja­mel 20 og 22, að í stað 200 m² íbúð­ar­húsa verði gert ráð fyr­ir einn­ar hæð­ar par­hús­um og bygg­ing­ar­reit­um breytt. Asp­ar­lund­ur 11 verð­ur að Asp­ar­lundi 11 og 13, Reykja­mel­ur 20 verð­ur að Reykja­mel 20A og 20B og Reykja­mel­ur 22 verð­ur að Reykja­mel 22A og 22B.

Of­an­greind­ar til­lög­ur verða til sýn­is í þjón­ustu­veri Mos­fells­bæj­ar Þver­holti 2, frá 21. júlí 2018 til og með 25. ág­úst 2018, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér hana og gert við hana at­huga­semd.

Til­lag­an er einn­ig birt á vef Mos­fells­bæj­ar á slóð­inni mos.is/skipu­lagsauglys­ing­ar

At­huga­semd­ir skulu vera skrif­leg­ar og skal senda þær til skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, 270 Mos­fells­bæ, eða í tölvu­pósti til und­ir­rit­aðs eigi síð­ar en 25. ág­úst 2018.

21. júlí 2018
Skipu­lags­full­trúi Mos­fells­bæj­ar

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00