Nú er að renna upp síðasti tíminn fyrir sumarfrí en hann er næstkomandi sunnudag, 29. apríl. Það verður mikið fjör, boðið upp á hoppukastala og grillaðar pylsur.
Mosfellsbær hefur boðið upp á fjölskyldutíma í vetur, ætlað börnum á grunnskólaaldri og allri fjölskyldunni. Fjölskyldutímarnir hafa verið í Varmá Mosfellsbæ alla sunnudaga milli kl. 10:30-12:00. Frábær samvera fyrir fjölskylduna og aðgangur ókeypis. Leikir, íþróttir, boltar og fleira skemmtilegt. Frítt í sund fyrir alla fjölskylduna að tíma loknum.