Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir að taka 3ja-4ja herbergja íbúð á leigu til allt að 12 mánaða og óskast íbúðin leigð sem fyrst.
Nauðsynlegt er að um samþykkt íbúðarhúsnæði sé að ræða og unnt sé að þinglýsa leigusamningi.
Fjölskyldusvið ábyrgist leigugreiðslur til leigusala.
Áhugasamir hafi samband við Berglindi Ósk B. Filippíudóttur deildarstjóra barnaverndar- og ráðgjafardeildar í síma 525-6700.