Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. maí 2019

Fjöl­menn­ing­ar­há­tíð var hald­in í fyrsta skipti í Mos­fells­bæ laug­ar­dag­inn 11. maí 2019.

Var há­tíð­in sam­eig­in­legt átak Rauða kross­ins í Mos­fells­bæ og Bóka­safns Mos­fells­bæj­ar. Har­ald­ur bæj­ar­stjóri setti há­tíð­ina með pompi og prakt og barnakór Varmárs­skóla söng ein­stak­lega fal­lega und­ir stjórn Guð­mund­ar Óm­ars Ósk­ars­son­ar.

Íbú­ar af er­lend­um upp­runa kynntu mat­ar­menn­ingu sína með glæsi­brag og fengu gest­ir að smakka mat frá Úg­anda, Sýr­landi, Af­gan­ist­an, Lit­há­en og Kúr­d­ist­an. Kvenn­fé­lag­ið bauð upp á pönnu­kök­ur að Ís­lensk­um sið og voru með blóma­af­leggj­ara á kosta­kjör­um.

Tvær efni­leg­ar úr Leik­fé­lagi Mos­fells­bæj­ar buðu upp á and­lits­málun börn­un­um til mik­ill­ar gleði og ánægju. Ung­menna­hús­ið Mos­inn lét sitt ekki eft­ir liggja og voru þau með Pop-up ung­menna­hús, Bóka­safn Mos­fells­bæj­ar bauð upp á kaffi, te og gos­vatn og Rauði kross­inn var með barnafata­markað og kynn­ingu á sinni starf­semi.

Þátttaka og að­sókn fór fram­ar björt­ustu von­um og vilja að­stand­end­ur þakka öll­um þeim er lögðu hönd á plóg­inn við að gera há­tíð­ina sem glæsi­leg­asta.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00