Fjölmennt var á opnun sýningarinnar „I think, therefore I’m fucked“ sem fór fram laugardaginn 6. janúar.
Titilinn „I think, therefore I’m fucked“ er að sögn Jakobs afbökun á orðum franska heimspekingsins René Descartes „Cogito, ergo sum“ eða „ég hugsa, þess vegna er ég til“.
Að mati Jakobs Veigars er hugsunin að mörgu leyti orðin óvinur okkar í þeim raunveruleika sem við búum við í dag. Við erum að missa stjórnina á hugsununum okkar í því offlæði upplýsinga sem við lifum í og fara þær að vinna á móti okkur.
Sýningin stendur til og með 2. febrúar 2024.